Bryant skoraði 40 stig fyrir Lakers

Kobe Bryant.
Kobe Bryant. Reuters

Fjölmargir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Taphrina New Jersey Nets heldur áfram en liðið tapaði 91:88 gegn Indiana Pacers og hefur Nets tapað öllum 11 leikjum sínum í deildinni. LeBron James skoraði 31 stig og gaf 12 stoðsendingar í 114:108 sigri liðsins gegn Golden State en Cleveland mætti aðeins með 7 leikmenn til leiks vegna meiðsla og veikinda. Kobe Bryan skoraði 40 stig í 106:93 sigri gegn Detroit en hann hefur skorað 40 stig eða meira í 100 leikjum á ferlinum.  Aðeins  Wilt Chamberlain (271) og  Michael Jordan (173) hafa skorað fleiri 40 stig eða meira oftar á ferlinum.

LA Lakers  - Detroit 106:93
Andrew Bynum skoraði 17 stig og tók 12 fráköst fyrir Lakers. Lakers hafði tapað tveimur leikjum í röð fyrir leikinn gegn Pistons.

New Jersey - Indiana 88:91
Danny Granger skoraði 22 stig fyrir Indiana og Roy Hibbert skoraði 19. Chis Douglas-Roberts skoraði 27 stig fyrir Nets og er það persónulegt met. Nets þarf að tapa næstu 6 leikjum til þess að jafna NBA metið yfir verstu byrjun á leiktímabili. Miami Heat og LA Clippers deila því meti.

Cleveland - Golden State 114:108
Shaquille O'Neal og Brasilíumaðurinn Anderson Varejao léku ekki með Cleveland vegna meiðsla.

New Orleans - LA Clippers 110:102
David West skoraði 24 stig fyrir New Orleans sem landaði sínum fyrsta sigri undir stjórn Jeff Bower sem tók nýlega við þjálfun liðsins af Byron Scott.  Chris Paul lék ekki með New Orleans vegna meiðsla á ökkla.

Denver - Toronto 130:112
Carmelo Anthony skoraði 32 stig fyrir Denver og J. R. Smith skoraði 29. Carmelo Anthony hefur skorað 20 stig eða meira í öllum leikjum Denver á leiktíðinni.

Phoenix - Houston 111:105
Amare Stoudemire skoraði 23 stig fyrir Phoenix og Steve Nash gaf 16 stoðsendingar. Carl Landry skoraði 27 stig fyrir Houston og er það persónulegt met hjá leikmanninum.

Miami - Oklahoma 87:100
Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Oklahoma sem skoraði 20 stig gegn 1 í upphafi leiksins í Miami. Dwyane Wade skoraði 22 stig fyrir Miami.

Sacramento - Chicago 87:101
Donte Green skoraði 24 stig fyrir Kings en Chicago hefur ekki byrjað jafnvel í deildinni í 12 ár. Þetta var sjötti sigurleikur liðsins en liðið hefur tapað fjórum. John Salmons skoraði 23 stig fyrir Bulls.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert