KFÍ styrkir fjölskylduhjálp á Ísafirði

Glaðbeittir leikmenn KFÍ eftir sigurleik í 1. deildinni í vetur.
Glaðbeittir leikmenn KFÍ eftir sigurleik í 1. deildinni í vetur. www.kfi.is

Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar hefur ákveðið að allur ágóði af leik KFÍ gegn Hetti frá Egilsstöðum í 1. deild karla sem fram fer á Ísafirði annað kvöld, föstudagskvöld, renni óskertur til fjölskylduhjálpar Ísafjarðarkirkju.

„Við höfum fundið fyrir velvilja í okkar garð í samfélaginu í haust og viljum með þessu móti gefa eitthvað til baka," segir Ingólfur Þorleifsson,  formaður KFÍ, á vef félagsins.

Lið Ísfirðinga hefur farið vel af stað í 1. deildinni í vetur og unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu.

Sjá nánar fréttina á vef KFÍ.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert