Sautjánda tap New Jersey í röð

Miðherjarnir Dwight Howard hjá Orlando og David Lee hjá New …
Miðherjarnir Dwight Howard hjá Orlando og David Lee hjá New York í baráttu í leik liðanna í nótt. Orlando hafði betur. Reuters

New Jersey Nets jafnaði met í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt þegar liðið tapaði, 87:106, fyrir LA Lakers í Staples Center í Los Angeles. Þetta var 17. tap liðsins í röð frá því tímabilið hófst.

Aðeins Miami Heat, veturinn 1988-89, og LA Clippers, veturinn 1999-2000, hafa áður tapað 17 leikjum í röð í deildinni. New Jersey mætir næst sterku liði Dallas og þá eru miklar líkur á að metið falli.

„Maður er eiginlega orðlaus, enda koma orð að litlum notum. Það eru verkin sem þurfa að tala í svona stöðu," sagði Phil Jackson, hinn frægi þjálfari Lakers, þegar hann var spurður um huggunarorð til handa New Jersey eftir leikinn. Sjálfur upplifði hann 15 töp í röð þegar hann var aðstoðarþjálfari New Jersey fyrir tæpum þremur áratugum.

Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers og Pau Gasol 20.

Úrslitin í nótt:

Detroit - Atlanta 94:88
Toronto - Phoenix 94:113
LA Clippers - Memphis 98:88
Miami - Boston 85:92
New York - Orlando 102:114
Oklahoma - Houston 91:100
San Antonio - Philadelphia 97:89
Denver - Minnesota 100:106
Sacramento - New Orleans 112:96
LA Lakers - New Jersey 106:87

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert