Lykilmaður Portland úr leik vegna meiðsla

Greg Oden.
Greg Oden. Reuters

Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt en Portland varð fyrir miklu áfalli þegar miðherjinn Greg Oden braut vinstri hnéskelina. Oden verður líklega ekkert meira með liðinu á þessu tímabili. Oden var fyrsti valrétturinn í háskólavalinu 2007 en hann missti af öllu tímabilinu 2007-2008 vegna aðgerðar á hægra hné.

Úrslit næturinnar:

Charlotte – Philadelphia 106:105
Raymond Felton skoraði sigurkörfuna 4,7 sekúndum fyrir leikslok. Andre Iguodala skoraði 22 stig fyrir Philadelphia en hann tók síðasta skot leiksins en náði ekki að skora.Þetta var níundi tapleikur 76‘ers í röð.

Chicago – Toronto 78:110
Chris Bosh skoraði 25 stig og tók 12 fráköst fyrir Toronto. Chicago hefur tapað sjö af síðustu átta leikjum.

Minnesota – Utah 108:101
Þetta er þriðji sigur Minnesota í 20 leikjum. Kevin Love skoraði 18 stig og tók 10 fráköst í liði Minnesota en hann var frá í fimm vikur vegna handarbrots.

San Antonio – Denver 99:106
Carmelo Anthony skoraði 34 stig fyrir Denver. Tony Parker skoraði 27 stig fyrir San Antonio.

Dallas – Atlanta 75:80
Joe Johnson skoraði 31 stig fyrir Atlanta en Dirk Nowitzki skoraði 32 stig fyrir Dallas sem tapaði sínum öðrum leik í röð í fyrsta sinn á tímabilinu.


Phoenix – Sacramento 115:107


Portland – Houston 90:89


Golden State – Orlando 118:126



LA Clippers - Indiana 88:72

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert