Sjöundi sigurleikur Cleveland í röð

LeBron James treður hér yfir varnarmann New Jersey.
LeBron James treður hér yfir varnarmann New Jersey. AP

Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. LeBron James skoraði 28 stig í öruggum 94:88 sigri Cleveland á útivelli gegn slakasta liði deildarinnar, New Jersey Nets. Þetta var sjöundi sigurleikir Cleveland í röð. Boston hafði betur gegn Toronto þrátt fyrir að þrír af lykilmönnum Boston væru frá vegna meiðsla.

Miami - Charlotte 97:107

Stephen Jackson skoraði 13 af alls 35 stigum sínum í fjórða leikhluta fyrir Charlotte sem hafði fyrir leikinn aðeins unnið einn leik á útivelli. Dwayne Wade skoraði 29 stig fyrir Miami.

Phoenix - Memphis 103:128

O. J. Mayo skoraði 25 stig og varamaðurinn Sam Young skoraði 22 fyrir Memphis. Frá því að Allen Iverson fór frá félaginu þann 17.  nóvember s..l. hefur Memphis unnið 14 leiki en tapað 8. Og í desember lagði Memphis þrjú lið sem eru efst í sínum riðli, Dallas, Cleveland og Denver.  

Utah - Denver 95:105
Ty Lawson skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Denver sem lék án Carmelo Anthony og Chauncey Billups. Denver hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir heimsóknina til Utah.

Milwaukee - Oklahoma 103:97
Michael Redd skoraði 6 af alls 27 stigum sínum í framlengingunni en Milwaukee hafði fyrir leikinn tapað fjórum leikjum í röð.

Indiana - Minnesota 122:111
Roy Hibbert og Luther Head skoruðu 22 stig hvor fyrir Indiana og átta leikja taphrinu liðsins lauk með 122:111 sigri.

Boston - Toronto 103:96

Ray Allen skoraði 23 stig fyrir Boston sem lék án þeirra Paul Pierce, Kevin Garnett og Rajon Rondo en þeir eru allir meiddir.

New Orleans - Houston 99:95
Chris Paul skoraði 28 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir New Orleans sem skoraði 13 stig gegn 2 stigum Houston á lokakafla leiksins.

Chicago - Orlando 101:93

Derrick Rose skoraði 30 stig fyrir Chicago.

San Antonio - Washington 97:86

Tim Duncan skoraði 23 stig fyrir San Antonio. Caron Butler skoraði 24 stig fyrir Washington.

Portland – Golden State 105:89
Brandon Roy skoraði 37 stig fyrir Portland. Monta Ellis skoraði 30 fyrir Golden State.

Sacramento – Dallas 91:99
Omri Casspi skoraði 22 stig fyrir Sacramento. Dirk Nowitzki skoraði 25 stig fyrir Dallas.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert