Helena í sögubækurnar hjá TCU

Helena Sverrisdóttir.
Helena Sverrisdóttir. mbl.is/TCU

Körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir átti frábæran leik í 78:74 sigri bandaríska háskólaliðsins TCU gegn Texas A&M-Corpus Christi á laugardaginn. Íslenska landsliðskonan skoraði 17 stig, tók 11 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Hún er fyrsti leikmaður TCU frá árinu 2005 sem nær þrefaldri tvennu í tölfræðinni. Að auki skoraði Helena sitt 1.000 stig fyrir TCU en hún er á þriðja ári sínu hjá liðinu. Hún er sú eina í sögu skólaliðsins sem hefur náð að skora 1.000 stig, taka 500 fráköst og gefa 300 stoðsendingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert