Lakers tapaði gegn Clippers

Dwyane Wade skoraði 44 stig fyrir Miami en það dugði …
Dwyane Wade skoraði 44 stig fyrir Miami en það dugði ekki til. Reuters

Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. LA Clippers hafði betur gegn LA Lakers í grannaslagnum í Los Angeles í NBA deildinni í körfbolta. Þetta var í fyrsta sinn í s.l. átta viðureignum þeirra þar sem Clippers hefur betur, lokatölur  102:91. Baron Davis, skoraði 25 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Clippers. Kobe Bryant skoraði 33 stig fyrir meistaralið Lakers en hann hitti aðeins úr 10 af alls 30 skotum sínum utan af velli. Boston hafði betur gegn Miami í framlengdum leik og Cleveland lagði Washington. 

LA Clippers – LA Lakers 91:102
Baron Davis, skoraði 25 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Clippers. Kobe Bryant skoraði 33 stig fyrir meistaralið Lakers en hann hitti aðeins úr 10 af alls 30 skotum sínum utan af velli.

Atlanta – New Jersey 119:89
Jamal Crawford skoraði 29 stig fyrir Atlanta. Yi Jianlian skoraði 19 stig fyrir Nets.

Boston – Miami 112:106
Rajon Rondo skoraði 25 stig fyrir Boston og jafnaði m.a. leikinn rétt fyrir leikslok og tryggði Boston framlengingu. Ray Allen skoraði 22 stig fyrir Boston. Dwayne Wade skoraði 44 stig fyrir Miami Heat.

Orlando – Toronto 103:108
Andrea Bargnani og Chris Bosh skoruðu 18 stig hvor fyrir Toronto sem náði mest 18 stiga forskoti í fjórða leikhluta.

Phoenix – Houston 118:110
Steve Nash skoraði 26 stig fyrir Phoenix og gaf 12 stoðsendingar. Amere Stoudemire skoraði 25 stig fyrir Phoenix.  Aaron Brooks skoraði 34 stig fyrir Houston.

Cleveland – Washington 121:98
LeBron James skoraði 23 stig en Antawn Jamison skoraði 26 stig fyrir Washington.

Golden State – Minnesota 107:101
Corey Maggette skoraði 28 stig fyrir Golden State. Al Jefferson skoraði 26 stig fyrir Minnesota.

San Antonio – Detroit 112:92
Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio. Richard Hamilton skoraði 29 stig fyrir Detroit.

Utah – Memphis 117:94
CJ Miles skoraði 24 stig fyrir Utah, Sam Young skoraði 22 stig fyrir Memphis.

Oklahoma – New Orleans 92:97
Kevin Durant skoraði 27 stig fyrir Oklahoma, David West skoraði 19 stig fyrir New Orleans.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert