Keflavík og Snæfell unnu sína leiki í Iceland Express deild karla á útivelli í kvöld, Keflavík í Kópavogi og Snæfell í Hveragerði en Grindvíkingar unnu Tindastól heima þar sem Páll Axel gerði 54 stig. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is
Breiðablik - Keflavík 75:83
75:83 Keflavík var sterkara liðið í lokafjórðungnum sem liið vann 25:13. Stigahæstur hjá Keflavík var Burns með 27 stig og Schmidt gerði 17 stig fyrir Blika.
62:58 Mikil spenna í Kópavogi þar sem þriðji leikhluti er á enda.
56:52 Þrjár mínútur eftir af þriðja leikhluta og Blikar komnir yfir.
40:44 Blikar hafa tekið við sér á lokaspretti fyrri hálfleiks. Cardwell er með 9 stig fyrir Blika og Burns 14 hjá Keflavík.
33:41 Enn eru tæpar þrjár mínútur til leikhlés í Kópavogi.
19:28 Fyrsti leikhluti á enda.
Sex mínútur búnar af leiknum og Keflvíkingar virðast ekki í miklum vandræðum, 6:19.
Hamar - Snæfell 86:98
86:98Snæfell hafði betur á endasprettinum og sigraði. Burton gerði 28 stig fyrir Snæfell og Jón Ólafur 23 en hjá Hamri var Dabney með 38 stig.
76:80 Sex mínútur til loka leiks í Hveragerði og komin spenna í leikinn. 57:73 Snæfell með nokkuð örugga forystu í lok þriðja leikhluta. Burton með 20 stig fyrir Snæfell og Dabney 31 fyrir Hamar.
37:55 Leikurinn í Hveragerði gengur vel og þar er komið leikhlé og gestirnir af Snæfellsnesinu virðast í ágætum málum.20:26. Burton er með 14 stig eins og Jón Ólafur. Hjá Hamri er Dabney með 24 stig.
Fyrsti leikhluti búinn og nokkurt jafræði í leik liðanna.
Grindavík - Tindastóll 124:85
124:85 Leik lokið með öruggum sigri Grindavíkur. Páll Axel gerði 54 stig í leiknum en Svavar Birgisson gerði 20 stig fyrir Tindastól.
99:67 Þriðji leikhluti á enda og ljóst í hvað stefnir. Páll Axel er búinn að gera 46 stig fyrir Grindavík.
68:41 Hálfleikur. Grindvíkingar hafa undirtökin í þessum leik eins og búast mátti við. Páll Axel er í stuði og er kominn með 27 stig. Fyrsti leikhluti alveg að klárast og Grindvíkingar í góðum málum enda staðan 37:19.