Öruggur sigur Keflavíkur á Njarðvík

Nick Bradford í Njarðvík og Jón Nordal Hafsteinsson í Keflavík …
Nick Bradford í Njarðvík og Jón Nordal Hafsteinsson í Keflavík í leiknum í kvöld. mbl.is/Skúli Sigurðsson

Kefla­vík varð í kvöld fjórða og síðasta liðið til að kom­ast í undanúr­slit­in í  bik­ar­keppni karla í körfuknatt­leik, Su­bwaybik­arn­um. Kefl­vík­ing­ar unnu mjög ör­ugg­an sig­ur á Njarðvík­ing­um, 93:73, í granna­slag í Kefla­vík.

Áður höfðu ÍR, Snæ­fell og Grinda­vík tryggt sér sæti í undanúr­slit­um keppn­inn­ar.

Eft­ir jafn­ar upp­haf­smín­út­ur komst Kefla­vík í 17:9 og var með for­ystu, 21:13, eft­ir fyrsta leik­hluta.

Í öðrum leik­hluta fóru Kefl­vík­ing­ar hrein­lega ham­förum. Þeir náðu mest 25 stiga for­ystu, 45:20, og þegar flautað var til leik­hlés var staðan 51:30, þeim í hag.

Dra­elon Burns skoraði 17 stig fyr­ir Kefla­vík í fyrri hálfleik, Gunn­ar Ein­ars­son 15 og Hörður Axel Vil­hjálms­son 9. Hjá Njarðvík var Guðmund­ur Jóns­son með 7 stig og Nick Bra­dford 6 en Bra­dford tók 11  frá­köst í fyrri hálfleik.

Kefl­vík­ing­ar héldu sín­um hlut vel í þriðja leik­hluta, juku for­skotið í 26 stig um tíma, 56:30, en Njarðvík náði að saxa aðeins á það und­ir lok leik­hlut­ans. Staðan að hon­um lokn­um 72:54. Dra­elon Burns var þá kom­inn með 21 stig fyr­ir Kefla­vík og Nick Bra­dford 14 stig fyr­ir Njarðvík.

Sigri Kefl­vík­inga varð ekki ógnað í fjórða leik­hluta. Mun­ur­inn hélst svipaður og loka­töl­ur urðu 93:73.

Dra­elon Burns skoraði 29 stig fyr­ir Kefla­vík, Gunn­ar Ein­ars­son 23 og Hörður Axel Vil­hjálms­son 18. Nick Bra­dford skoraði 16 stig fyr­ir Njarðvík og tók 14 frá­köst, Hjört­ur  Hrafn Ein­ars­son gerði 11 stig og Páll Krist­ins­son 10.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert