Boston tapaði gegn Detroit

Rasheed Wallace og Bill Walker voru ekki í góðu skapi …
Rasheed Wallace og Bill Walker voru ekki í góðu skapi í Detroit í gær. Wallace lék lengi með Detroit og var þetta fyrsta heimsókn hans á gamla heimavöllinn frá því hann samdi við Boston. Reuters

Þrettán leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Rodney Stuckey skoraði 27 stig og tók 11 fráköst, sem er met hjá bakverðinum, í 92:86-sigri Detroit gegn Boston. Dwight Howard skoraði 32 stig í 109:98 sigri Orlando en liðið hafði tapað þremur leikjum í röð. James Posey tryggði New Orleans sigur 1 sekúndu fyrir leikslok gegn Memphis. Chris Bosh skoraði 44 stig fyrir Toronto en það dugði ekki til gegn Milwaukee. Dwayne Wade skoraði aðeins 16 stig fyrir Miami í 104:65 tapleik gegn Charlotte sem hefur unnið 6 leiki í röð.

Úrslit frá því í nótt:















mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka