Snæfell komst að hlið Stjörnunnar í 4.-5. sæti úrvalsdeildar karla í körfuknattleik með sigri í viðureign liðanna í Garðabæ í kvöld, 93:87. Hamar vann öruggan sigur á ÍR, 102:81, og Keflavík vann Fjölni í Grafarvogi, 103:84.
Stjarnan - Snæfell 87:93
Stjarnan var með nauma forystu eftir fyrsta leikhluta, 23:21.
Snæfell náði forystunni undir lok annars leikhluta og var yfir í hálfleik, 47:43. Sean Burton skoraði 18 stig fyrir Stjörnuna í fyrri hálfleik en Justin Shouse 10 stig fyrir Stjörnuna.
Stjarnan náði á ný undirtökunum í þriðja leikhluta og var yfir að honum loknum, 70:63.
Snæfell komst yfir undir lokin og innbyrti sigur eftir mikla spennu, 93:87. Sean Burton skoraði 22 stig fyrir Snæfell og Emil Þór Jóhannsson 21. Justin Shouse skoraði 22 stig fyrir Stjörnuna og Jovan Zdravevski 20.
Hamar - ÍR 102:81
Hamarsmenn fóru á kostum í fyrsta leikhluta og voru yfir, 32:12, að honum loknum.
Hamar gaf ekkert eftir í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik var 63:31. Oddur Ólafsson skoraði 22 stig í fyrri hálfleik og Andre Dabney 19 en hjá ÍR var Hreggviður Magnússon með 8 stig.
Munurinn hélst síðan svipaður í þriðja leikhluta og að honum loknum stóð 80:55, Hamri í hag.
Hvergerðingar voru ekki í vandræðum með að fylgja þessu eftir og lokatölur urðu 102:81. Marel Valdimarsson skoraði 29 stig fyrir Hamar, Oddur Ólafsson 26 og Andre Dabney 23. Hjá ÍR var Hreggviuðr Magnússon með 19 stig og Eiríkur Önundarson 17.
Fjölnir - Keflavík 84:103
Keflavík náði strax undirtökunum í Grafarvogi og var yfir, 30:16, eftir fyrsta leikhluta.
Keflvíkingar héldu sínu striki og voru með örugga forystu í hálfleik, 61:39. Draelon Burns skoraði 15 stig fyrir Keflavík í fyrri hálfleik og Gunnar Einarsson 12 en Chris Smith 17 stig fyrir Fjölni.
Eftir þriðja leikhluta var svipaður munur og staðan 79:58, Keflavík í hag.
Suðurnesjaliðið gaf ekkert eftir og innbyrti öruggan sigur, 103:84. Gunnar Einarsson skoraði 25 stig fyrir Keflavík, Hörður Axel Vilhjálmsson og Draelon Burns 17 hvor. Chris Smith skoraði 27 stig fyrir Fjölni.
Staðan:
22 Njarðvík
22 KR
22 Keflavík
20 Snæfell
20 Stjarnan
16 Grindavík
12 Hamar
10 ÍR
8 Tindastól
6 Fjölnir
4 Breiðablik
0 FSu
Annað kvöld leika Breiðablik - FSu, KR - Tindastóll og Njarðvík - Grindavík en með þeim leikjum lýkur 14. umferð deildarinnar.