Lewis tryggði Orlando sigur gegn Boston

Rashard Lewis og Marcin Gortat fagna sigrinum gegn Boston en …
Rashard Lewis og Marcin Gortat fagna sigrinum gegn Boston en Orlando lék í gamalli útgáfu af búningum félagsins. Reuters

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfuknattleik í gær. New York tapaði á heimavelli gegn Toronto 106:104. Orlando lagði Boston á heimavelli 96:94, og Phoenix vann Dallas 112:106. Rashard Lewis tryggði Orlando sigur 1,3 sekúndum fyrir leikslok en leikkerfi sem ætlað var liðsfélaga hans Vince Carter, gekk ekki upp en Lewis fékk óvænt boltann og kláraði dæmið.

Lewis skoraði 23 stig fyrir Orlando. Ray Allen skoraði 20 stig fyrir Boston og Rasheed Wallace skoraði 17.  Boston hafði unnið þrjá síðustu leiki frá því að Kevin Garnett hóf að leika á ný með liðinu eftir meiðsli en þetta var fyrsti tapleikur liðsins frá því að Garnett kom til baka.

David Lee skoraði 29 stig og tók 18 fráköst fyrir New York, Chris Bosh skoraði 27 stig og tók 15 fráköst fyrir Toronto.

Amare Stoudemire skoraði 22 stig fyrir Phoenix en hann lék ekkert í fjórða leikhluta, Steve Nash skoraði 19 stig og gaf 11 stoðsendingar en Phoenix hafði tapað þremur leikjum í röð gegn Dallas. Jason Terry skoraði 19 stig fyrir Dallas og Þjóðverjinn Dirk Nowitzki skoraði 17 í 884 leik sínum með Dallas. Nowitzki er þar með leikjahæsti leikmaður Dallas frá upphafi en bakvörðurinn Brad Davis átti félagsmetið, 883 leikir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert