Bryant tryggði Lakers sigur gegn Boston

Kobe Bryant skorað sigurkörfuna með stökkskoti gegn Boston.
Kobe Bryant skorað sigurkörfuna með stökkskoti gegn Boston. Reuters

Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gær. Kobe Bryant tryggði meistaraliði LA Lakers sigur á útivelli gegn Boston, 90:89, en sigurkörfuna skoraði Bryant 7,3 sekúndum fyrir leiksklok. Boston hefur tapað þremur leikjum í röð gegn Lakers en Boston var með 11 stiga forskot í fjórða leikhluta.

Myndband af sigurkörfunni hjá Bryant.

LeBron James skoraði 23 stig fyrir Cleveland í fyrsta leikhluta í 114:89 sigri liðsins gegn LA Clippers.  Cleveland skoraði 46 stig í fyrsta leikhluta og þar af 11 þriggja stiga körfur, sem er met. James skoraði 32 stig alls og gaf 11 stoðsendingar.  

Amar'e Stoudemire skoraði 36 stig fyrir Phoenix í 115:111 sigri liðsins á útivelli gegn Houston. Steve Nash gaf 16 stoðsendinga fyrir Suns.

Úrslit:

San Antonio - Denver 89:103
Boston - LA Lakers 89:90
Cleveland - LA Clippes 114:89
Detroit - Orlando 86:91
New Jersey - Philadelphia 79:83
Toronto - Indiana 117:102
Houston - Phoenix 111:115
Minnesota - New York 112:91
Oklahoma - Golden State 112:104
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert