Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og skoraði Kobe Bryant 44 stig fyrir meistaralið Lakers og komst þar með í efsta sæti á stigalista Lakers frá upphafi. West skoraði 25.208 stig á ferlinum og er Bryant í 14. sæti yfir stigahæstu leikmenn NBA frá upphafi. Það eina sem skyggð á kvöldið hjá Kobe Bryant var að Lakers tapaði á útivelli gegn Memphis 95:93.
Phil Jackson þjálfari Lakers þarf því að bíða enn eftir að slá met Pat Riley sem var þjálfari Lakers í 533 sigurleikjum í venjulegri deildarkeppni en Jackson hefur einnig stýrt Lakers til sigurs í 533 deildarleikjum.
Kevin Garnett skoraði 19 stig fyrir Boston í 99:88 sigri liðsins á útivelli gegn Washington. Paul Pierce meiddist á ökkla í fjórða leikhluta í liði Boston.
Ástralinn Andrew Bogut skoraði 22 stig og tók 11 fráköst í liði Milwaukee sem lagði Miami í annað sinn á stuttum tíma. Milwaukee er aðeins tveimur sigurleikjum frá áttunda sæti Austurdeildar þar sem að Miami er þessa stundina en átta efstu liðin komast í úrslitakeppnina.
Úrslit frá því í nótt:
Washington – Boston 88:99
Miami – Milwaukee 81:97
Memphis – LA Lakers 95:93
New Orleans – Phoenix 100:109
Denver – Sacramento 112:109
Utah – Dallas 104:92
Portland – Charlotte 98:79