Taphrina New Jersey heldur áfram

Brook Lopez, Devin Harris, og Yi Jianlian leikmenn New Jersey …
Brook Lopez, Devin Harris, og Yi Jianlian leikmenn New Jersey voru alvarlegir á svip í Toronto í gær. Reuters

Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og taphrina New Jersey Nets heldur áfram eftir 108:99 tap gegn Toronto. New Jersey hefur aðeins unnið 4 leik á tímabilinu og tapað 44. Keppnistímabilið er rúmlega hálfnað og en versti árangur í sögu NBA eru 9 sigurleikir og 73 tapleikir hjá Phildelphia 76‘ers veturinn 1972-1973.

Philadelpia lagði Chicago í 106:103 í framlengdum leik en Allen Iverson lék ekki með Philadelphia vegna veikinda í fjölskyldu hans. Monta Ellis skoraði 46 stig fyrir Golden State í tapleik gegn Dallas og er það persónulegt met hjá Ellis.  Golden State hefur tapað 7 leikjum í röð.

Úrslit frá því í nótt:











mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka