Keflvíkingar bæta við sig erlendum leikmanni

Guðjón Skúlason er þjálfari Keflavíkur.
Guðjón Skúlason er þjálfari Keflavíkur. mbl.is/ Einar Falur

Keflvíkingar hafa bætt við sig leikmanni fyrir átökin í Iceland Express deildinni í körfuknattleik karla eftir því sem fram kemur á vefsíðunni karfan.is. Sá heitir Urule Igbavboa og er á 23. aldursári.

Von er á Igbavboa til landsins í dag og gæti hann því leikið gegn Snæfelli í undanúrslitum Subwaybikarsins annað kvöld. Igbavboa hugðist leika í Þýskalandi í vetur en meiðsli settu strik í reikninginn hjá honum. Hann er rúmir 2 metrar á hæð er öflugur frákastari og þykir einnig góður varnarmaður ef marka má feril hans í bandaríska háskólaboltanum þar sem hann lék með Valparaiso skólanum 2005 - 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert