Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Meistaralið LA Lakers tapaði á heimavelli gegn Denver, 113:126, í uppgjöri efstu liða í vesturdeildinni. Orlando tapaði óvænt á heimavelli gegn Washington þar sem að Caron Butler tryggði Washington sigur. Minnesota lagði Dallas á útivelli. Taphrina New Jersey heldur áfram en liðið gaf eftir á lokakaflanum gegn Boston á útivelli. New Jersey hefur tapað 45 leikjum og unnið aðeins 4.
Washington vann upp 21 stiga forskot Orlando frá því í fyrsta leikhluta. Butler skoraði 31 stig fyrir Washington en Dwight Howard skoraði 20 og tók 18 fráköst fyrir Orlando.
Eddie House skoraði öll 10 stigin sín fyrir Boston í fjórða leikhluta en Boston
var einu stigi undir eftir þrjá leikhluta.
Dirk Nowitzki skoraði 21 stig fyrir Dallas en hann fékk ekki að byrja inná þar sem hann mætti of seint á skotæfingu liðsins fyrir leikinn. Minnesota hafði tapað 13 síðustu leikjum gegn Dallas.
Úrslit frá því í nótt.
Indiana – Detroit 107:83
Orlando - Washington 91:92
Boston – New Jersey 96:87
New York – Milwaukee 107:114
Atlanta – Chicago 91:81
Memphis – Houston 83:101
New Orleans – Philadelphia 94:101
Dallas – Minnesota 108:117
Sacramento – Phoenix 102:114
LA Lakers – Denver 113:126