Fjölnir lagði Snæfell

Frá viðureign Fjölnis og Snæfells.
Frá viðureign Fjölnis og Snæfells. mbl.is/Ómar

Óvænt úrslit urðu í Iceland Express-deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar Fjölnir bar sigurorð af Snæfelli, 69:64, en liðin áttust við í Grafarvogi. Þrír aðrir leikir voru í deildinni í kvöld.

Fjölnir - Snæfell 69:64 (leik lokið)
Leik lokið, Fjölnismenn vinna gríðarlega mikilvægan sigur á sterku liði Snæfells, 69:64.  Eftir að Snæfell leiddi í fyrsta leikhluta náðu Fjölnismenn undirtökunum í 2. leikhluta og voru með yfirhöndina allann leikinn.   Fjölnir heldur því enn í vonina um að komast í úrslitakeppnina og eru komnir með 10 stig í deildinni.  Í liði Fjölnis var Christopher Smith stigahæstur með 25 stig.  Í liði Snæfells var Sean Burton með 20 stig og Jón Ólafur Jónsson með 18. 

Fjölnismenn leiða eftir þriðja leikhluta 56:47.   Christopher Smith er stigahæstur hjá Fjölni með 15 stig.  Hjá Snæfell er Sean Burton stigahæstur með 17 stig.

Fyrri hálfleik var að ljúka, Fjölnismenn hafa náð yfirhöndinni og leiða, 39:33.  Í liði Fjölnis eru Ægir Þór Steinþórsson og Christopher Smith stigahæstir með 8 stig hvor.  Hjá Snæfell er Sean Burton með 11 stig og Jón Ólafur Jónsson með 10 stig.  Hlynur Bæringsson heldur svo uppteknum hætti í sínum leik og er kominn með 9 fráköst.  

Fyrsta leikhluta var að ljúka og leiða gestirnir í Snæfell 16:18.  Sigurður Þorvaldsson er að finna sig vel í byrjun leiks og er stigahæstur Snæfellinga með 7 stig.  Í liði Fjölnis er Ægir Þór Steinarsson stigahæstur með 5 stig.

Keflavík - FSu 136:96 (leik lokið)
Leiknum er lokið með stórsigri Keflvíkinga, 136:96. Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 24 stig fyrir Keflavík og næstur kom Sigurður Þorsteinsson með 20. Williams skoraði 35 stif fyrir FSu.

Þremur leikhlutum er lokið og eru Keflvíkingar með mikla yfirburði. Staðan er 114:60.

Hálfleikur, 65:37. Gunnar Einarsson er stigahæstur hjá Keflavík með 14 stig og Sigurður Þorsteinsson er með 13. Zimnickas er atkvæðamestur hjá FSu með 16 stig.

Keflavík er 31:16 yfir eftir fyrsta leikhluta. Hörður Axel Vilhjálmsson er stigahæstur Keflvíkinga með 6 stig.

Hamar - Grindavík 81:104 (leik lokið)
Grindvíkingar fögnuðu öruggum sigri, 104:81.

Einhver bilun er hjá Hamarsmönnum og ekki hægt að fylgjast með tölfræði leiksins.

Staðan er jöfn, 24:24, eftir fyrsta leikhluta. Dabney er með 9 stig fyrir Hamar en Darren Flake 12 fyrir Grindavík

Stjarnan - ÍR 80:71 (leik lokið)
Stjarnan fagnaði sigri gegn ÍR í Ásgarði, 80:71. Justin Shouse var stigahæstur í liði Stjörnunnar með 29 stig en hjá ÍR-ingum var Jefferson stigahæstur með 19 stig.

Stjarnan er yfir eftir þrjá leikhluta, 62:57. Justin Shouse hefur skorað 25 stig fyrir Garðbæinga. Jefferson er stigahæstur hjá ÍR með 13 stig.

Stjarnan er yfir í hálfleik, 44:40. Justin Shouse er stigahæstur Garðbæinga með 11 stig en hjá ÍR er Eiríkur Önundarson með 7 stig.

Stjarnan er með góða forystu eftir fyrsta leikhluta, 28:16. Pantelic er stigahæstur Garðbæinga með 10 stig

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert