Skoruðu 248 stig á Selfossi

Rögnvaldur Hreiðarsson og Davíð Tómas Tómasson, dómarar leiksins í kvöld, …
Rögnvaldur Hreiðarsson og Davíð Tómas Tómasson, dómarar leiksins í kvöld, höfðu í nógu að snúast og róa hér leikmenn liðanna. mbl.is/Guðmundur Karl

Það voru skoruð hvorki fleiri né færri en 248 stig á Selfossi í kvöld þegar FSu tók á móti Snæfelli í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Iceland-Expressdeildinni. Snæfell vann leikinn, 133:115.

Snæfell er þá komið með 24 stig eftir 17 leiki og er jafnt Grindavík, Stjörnunni og Njarðvík í þriðja til sjötta sæti deildarinnar. FSu situr á botninum sem fyrr með aðeins tvö stig og á aðeins tölfræðilega möguleika á að halda sér í deildinni úr þessu.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is:

40 mín. Leiknum lokið með sigri Snæfells, 133:115. Ótrúlegar lokatölur í leik þar sem hittni leikmanna var virkilega góð. Richard Williams skoraði 36 stig fyrir FSu og Aleksas Zimnickas 24 en hjá Snæfelli var Sigurður Þorvaldsson með 24 stig og þeir Jón Ólafur Jónsson og Sean  Burton 22 stig hvor.

30 mín. Liðin gáfu ekki mikið eftir í þriðja leikhluta en þá skoruðu Hólmarar 30 stig gegn 28 stigum FSu. Staðan því 88:105 og enn einn fjórðungur eftir. Richard Willliams hjá FSu var kominn með 30 stig í lok þriðja leikhluta en Sean Burton og Jón Ólafur Jónsson 22 stig hvor fyrir Snæfell.

20 mín. Í öðrum leikhluta var skor liðanna hreint ótrúlegt. Snæfell skoraði þá 42 stig gegn 32 stigum heimamanna og staðan í hálfleik því 60:75. Slíkar tölur sjást frekar sem lokatölur en hálfleikstölur. Sean Burton skoraði 17 stig fyrir Snæfell í fyrri hálfleik og Hlynur Bæringsson 16. Aleksas Zminickas var atkvæðamestur Selfyssinga með 15 stig.

10 mín. Fyrsti leikhluti var jafn, Snæfell yfir lengst af en FSu náði þó forystunni, 23:22. Staðan að honum loknum 28:33, fimm stiga forysta gestanna úr Stykkishólmi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert