Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni aðfaranótt miðvikudags og eru þetta fyrstu leikirnir eftir Stjörnuhelgina í Dallas. Leikmenn New Jersey Nets fögnuðu sínum fimmta sigri í vetur sem telst vera fréttaefni en liðið lagði Charlotte á útivelli. Nets tapaði fyrstu 18 leikjum sínum á tímabilinu sem er met en taphrinunni lauk með sigri gegn Charlotte. Nets hefur tapað 48 leikjum en versti árangur á einu tímabili í NBA eru 9 sigurleikir og 73 tapleikir hjá Philadelphia 76´ers veturinn 1972-1973.
Kobe Bryant lék ekki með meistaraliði Lakers sem hafði betur gegn Golden State Warriors á heimavelli en þetta er fjórði leikurinn sem hann missir af.
Úrslit frá því nótt:
Charlotte - New Jersey Nets 94:103
Philadelphia - Miami 78:105
Detroit - Minnesota 108:85
Chicago - New York 118:85
Memphis - Phoenix 95:109
Oklahoma - Dallas 99:86
Houston - Utah 95:104
Portland - LA Clippers 109:87
Sacramento - Boston 92:95
LA Lakers - Golden State 104:94