Dallas hafði betur í grannaslagnum gegn Phoenix

Dirk Nowitzki.
Dirk Nowitzki. Reuters

Tíu leikir  fóru fram í NBA deildinni í nótt. Michael Beasley skoraði 23 stig fyrir Miami Heat sem rétt marði New Jersey Nets 87:84. Dwayne Wade lék í sjö mínútur í fyrsta leikhluta með Miami en fór af leikvelli vegna meiðsla og kom ekki meira við sögu.  Tony Parker skoraði 28 stig fyrir San Antonio í sigurleik gegn Indiana. Tim Duncan skoraði aðeins 8 stig fyrir San Antonio en hann tók 26 fráköst.

Rudy Gay skoraði 29 stig fyrir Memphis sem lagði Toronto 109:102 á útivelli í framlengdum leik. Chris Bosh skorað 32 stig fyrir Toronto og tók 14 fráköst en Toronto hafði unnið átta leiki í röð á heimavelli.

Dirk Nowitzki skoraði 28 stig fyrir Dallas í 107:97 sigri liðsins gegn Phoenix. Amar'e Stoudemire skoraði 30 stig og tók 14 fráköst fyrir Phoenix en miklar líkur eru á því að hann fari frá félaginu í dag áður en lokað verður fyrir leikmannaskipti.

Dwight Howard skoraði 33 stig og tók 17 fráköst fyrir Orlando í 116:91 sigri liðsins gegn Detroit. Howard hefur ekki skorað fleiri stig á þessari leiktíð í einum leik.

Úrslit frá því í nótt.

Indiana - San Antonio 87:90
Orlando - Detroit 116:91
Toronto - Memphis 102:109
Washington - Minnesota 108:99
New Jersey - Miami 84:87
New York - Chicago 109:115
Milwaukee - Houston 99:127
New Orleans - Utah 90:98
Dallas - Phoenix 107:97
Golden State - Sacramento 130:98
LA Clippers - Atlanta 92:110

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka