Bikarúrslitaleikirnir í körfubolta í dag

Páll Axel Vilbergsson verður í sviðsljósinu með Grindvíkingum í Laugardalshöllinni …
Páll Axel Vilbergsson verður í sviðsljósinu með Grindvíkingum í Laugardalshöllinni í dag. mbl.is/Golli

Dagurinn í dag er stór hjá körfuknattleiksfólki því bikarúrslitaleikir kvenna og karla eru báðir háðir í Laugardalshöllinni. Kvennalið Hauka og Keflavíkur mætast klukkan 14 og karlalið Grindavíkur og Snæfells klukkan 16.

Keflavík er sigursælasta kvennalið landsins í bikarkeppninni og hefur unnið hana ellefu sinnum, síðast árið 2004. Haukar hafa unnið fjórum sinnum, síðast 2007.

Karlalið Grindavíkur hefur fjórum sinnum orðið bikarmeistari, síðast 2006, en Snæfell vann bikarinn í fyrsta og eina skiptið til þessa árið 2008.

Ítarlega er fjallað um bikarúrslitaleikina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag og rætt við þjálfara allra fjögurra liðanna sem leika til úrslita.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert