Bryant bjargvættur í 1.000 leiknum

Kobe Bryant brýst í gegnum vörn Memphis í leiknum í …
Kobe Bryant brýst í gegnum vörn Memphis í leiknum í nótt. Reuters

Kobe Bryant lék í nótt sinn 1.000. leik í NBA-deildinni í körfubolta þegar Los Angeles Lakers sótti Memphis Grizzlies heim. Hann hélt uppá það með því að tryggja Lakers nauman sigur með 3ja stiga körfu í lokin, 99:98.

Bryant lék á ný með Lakers eftir fimm leikja fjarveru vegna ökklameiðsla. Hann skoraði 32 stig, átti 6 stoðsendingar og tók 7 fráköst, og sigurkarfan umrædda kom þegar 4 sekúndur voru til leiksloka. Pau Gasol skoraði 22 stig fyrir Lakers og tók 13 fráköst.

Cleveland komst á sigurbraut á ný og vann New Orleans Hornets, 105:95. LeBron James skoraði 20 stig fyrir Cleveland og átti 13 stoðsendingar.

Ray Allen skoraði 24 stig fyrir Boston Celtics sem vann nauman sigur á New York Knicks, 110:106.

Úrslitin í nótt:

Cleveland - New Orleans 105:95
Boston - New York 110:106
Miami - Minnesota 88:91
New Jersey - Portland 93:102
Memphis - LA Lakers 98:99
Oklahoma City - Phoenix 102:104
Sacramento - Detroit 89:101
Golden State - Philadelphia 102:110

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka