Lakers tapaði í Dallas

Dirk Nowitzki leikmaður Dallas og Ron Artest er til varnar.
Dirk Nowitzki leikmaður Dallas og Ron Artest er til varnar. Reuters

Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gær. Argentínumaðurinn Manu Ginobili skoraði 26 stig fyrir San Antonio sem hafði betur á heimavelli gegn Oklahoma 95:87. Ginobli varði skot frá stigahæsta leikmanni deildarinnar, Kevin Durant, þegar skammt var eftir af leiknum og gerði það nánast út um leikinn.

Durant skoraði 21 stig en hann hafði fyrir leikinn skorað 25 stig eða meira í 29 leikjum í röð eða frá 19. desember. Dirk Nowitzki skoraði 31 stig fyrir Dallas sem hafði betur gegn meistaraliði Lakers, 101:96. Caron Butler lék ekki með Dallas vegna ofnæmisviðbragða. Kobe Bryant skoraði 20 stig fyrir Lakers og hann fór upp fyrir Reggie Miller á lista yfir stigahæstu leikmenn allra tíma en Bryant hefur skorað 25.298 stig á ferlinum og er hann í 13. sæti.

Úrslit frá því í nótt:

Atlanta - Minnesota 98:92
Toronto - Portland 87:101
Washington -  Memphis 94:99
Chicago - Indiana 120:110
Milwaukee - New Orleans 115:95
Houston - Orlando 92:110
San Antonio - Oklahoma 95:87
Dallas - LA Lakers 101:96
Phoenix - Philadelphia 106:95
Utah - Charlotte 102:93
LA Clippers - Detroit 97:91

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka