Sjöundi sigurleikur Dallas í röð

Dirk Nowitzki, leikmaður Dallas Mavericks, skorar hér í leik gegn …
Dirk Nowitzki, leikmaður Dallas Mavericks, skorar hér í leik gegn LA Lakers, Ron Artest, er til varnar. Reuters

Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gær. Meistaralið LA Lakers náði loksins að leggja Denver að velli í vetur með 95:89 sigri á heimavelli en þessi lið eru líkleg til þess að berjast um sigurinn í Vesturdeildinni.  Dirk Nowitzki skoraði 36 stig fyrir Dallas sem lagði New Orleans á heimavelli en þetta var sjöundi sigurleikur Dallas í röð.

Úrslit frá því í nótt:

San Antonio – Phoenix 113:110
Amere Stoudamire skoraði 41 stig fyrir Phoenix.
Dallas – New Orleans 108:100
Sacramento – LA Clippers 97:92
Orlando – Miami 96:80
Oklahoma – Toronto 119:99
New Jersey – Washington 85:89
Atlanta – Milwaukee 106:102
LA Lakers – Denver 95:89
Lamar Odom skoraði 20 stig fyrir Lakers og Pau Gasol tók 14 fráköst. Kobe Bryant gaf 12 stoðsendingar í  liði Lakers.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert