Áttundi sigurleikur Dallas í röð

Dirk Nowitzki og félagar hans eru á góðri siglingu í …
Dirk Nowitzki og félagar hans eru á góðri siglingu í NBA deildinni. Reuters

Dallas landaði áttunda sigri sínum í röð í NBA deildinni í nótt en níu leikir fóru fram. Dallas lagði Charlotte 89:84 og virðist Dallasliðið í miklum ham í aðdraganda úrslitakeppninnar.  Cleveland átti ekki  í vandræðum með New York þrátt fyrir fjarveru Shaquille O‘Neal  en LeBron James skoraði 22 stig , tók 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Cleveland. Phoenix lagði Denver 101:85 og er þetta annar tapleikur Denver í röð.

Úrslit frá því í nótt:
Charlotte - Dallas 84:89
Cleveland - New York 124:93
Philadelphia - Orlando 105:126
Chicago - Atlanta 92:116
Memphis - Portland 93:103
New Orleans -  San Antonio 92:106
Houston - Toronto 116:92
Phoenix - Denver 101:85
LA Clippers - Utah 108:104

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka