Keflavík vann í Hveragerði eftir framlengdan leik

Birna Valgarðsdóttir Keflavík, Guðbjörg Sverrisdóttir Hamri.
Birna Valgarðsdóttir Keflavík, Guðbjörg Sverrisdóttir Hamri. mbl.is

Þriðji leikur Hamars og Keflavíkur í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í körfuknattleik hófst í Hveragerði klukkan 19:15. Keflavík sigraði 103:101 eftir framlengingu og mikla spennu. Staðan er í rimmunni er  2:1 fyrir Keflavík en vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í úrslit.

Stigahæstar:

Hamar: Julia Demirer 39, Koren Schram 14.

Keflavík: Kristi Smith 26, Birna Valgarðsdóttir 25.

45. mín: LEIK LOKIÐ. Keflavík vann 103:101 eftir framlengingu og mikla dramatík. Kristi Smith var hetja liðsins þegar hún setti niður þriggja stiga skot þegar 4 sekúndur voru eftir af framlengingunni og tryggði liðinu sigur.

40. mín: Staðan er 88:88 að loknum venjulegum leiktíma og því þarf að framlengja leikinn um 5 mínútur til þess að fá fram úrslit.  Koren Schram jafnaði leikinn fyrir heimaliðið þegar 17 sekúndur voru eftir. Liðin skiptust á að skora á lokamínútunum og Bryndís Guðmundsdóttir skoraði síðustu 4 stig Keflvíkinga. 

30. mín: Staðan er 66:71 fyrir Keflavík þegar einn leikhluti er eftir af leiknum.  Dugnaðarforkurinn Julia Demirer er komin með fjórar villur hjá Hamri og það eru ekki góð tíðindi fyrir Hvergerðinga.

20. mín: Staðan er 52:45 fyrir Keflavík að loknum fyrri hálfleik. Keflavíkurliðið seig fram úr í öðrum leikhluta. Kristi Smith hefur verið mjög atkvæðamikil hjá Keflavík og er með 16 stig og Birna Valgarðsdóttir er með 12 stig. Hjá Hamri er Kristrún Sigurjónsdóttir stigahæst með 13 stig og Demirer er með 11. 

10. mín: Staðan er 23:22 fyrir Hamar að loknum fyrsta leikhluta. Útlit fyrir mikla spennu í þessum mikilvæga leik. 

6. mín: Staðan er 14:11 fyrir Hamar.  Julia Demirer hefur byrjað leikinn vel og hefur skorað helminga stiga Hamars.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert