Hamar gjörsigraði Keflavík

Kristrún Sigurjónsdóttir og félagar hennar í Hamri gjörsigruðu Keflavík.
Kristrún Sigurjónsdóttir og félagar hennar í Hamri gjörsigruðu Keflavík. mbl.is/hag

Hamar gjörsigraði Keflavík á útivelli, 91:48, í fjórða leiknum í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna í körfuknattleik í kvöld. Staðan er jöfn í einvíginu 2:2 og liðin eigast við í oddaleik í Hveragerði á þriðjudaginn. Varnarleikur Hamars var frábær þar sem að Keflavík náði aðeins að skora fjögur stig í fjórða leikhluta.   

Keflavík - Hamar 48-91 (11-19, 17-21, 16-25, 4-26)

Keflavík/stig/fráköst: Bryndís Guðmundsdóttir 14/4, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 13/3, Kristi Smith 9/2, Pálína Gunnlaugsdóttir 6/6, Rannveig Randversdóttir 4/5, Svava Ósk Stefánsdóttir 2/2, Árný Sif Gestsdóttir 0/1, Sigrún Albertsdóttir 0/1, Halldóra Andrésdóttir 0/3, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0/0, Hrönn Þorgrímsdóttir 0/1, Marín Rós Karlsdóttir 0/1.

Hamar/stig/fráköst: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 22/9/5 stoðsendingar, Koren Schram 19/7, Kristrún Sigurjónsdóttir 15/3/7 stoðsendingar, Julia Demirer 15/12/6 stoðsendingar, Fanney Lind Guðmundsdóttir 9/1, Hafrún Hálfdánardóttir 4/2, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/5, Íris Ásgeirsdóttir 2/2, Jenný Harðardóttir 2/0, Sóley Guðgeirsdóttir 1/1, Kristrun Rut Antonsdottir 0/0, Bylgja Sif Jónsdóttir 0/0.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert