Hamar er komið í úrslitin um Íslandsmeistaratitlinn í Iceland Express-deildinni í körfuknattleik eftir sigur á Keflavík, 93:81, í oddaleik í Hveragerði í kvöld. Hamar mætir KR í úrslitum. Þetta er í fyrsta sinn sem Hamar leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitlilinn í körfubolta kvenna.
Julia Demirer átti stórleik í liði Hamars en hún skoraði 37 stig, Koren Schram skoraði 19 og Kristrún Sigurjónsdóttir 14.
Hjá Keflavík var Birna Valgarðsdóttir stigahæst með 28 stig og næst kom Svava Ósk Stefánsdóttir með 23.
Hamar-Keflavík 93:81 (23:20, 22:26, 21:14, 27:21)
Hamar/stig/fráköst: Julia Demirer 39/18, Koren Schram 19/5, Kristrún Sigurjónsdóttir
14/6/10 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 8/8/5 stosendingar, Fanney Lind
Guðmundsdóttir 7/1, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 4/2, Hafrún
Hálfdánardóttir 2/3, Bylgja Sif Jónsdóttir 0/0, Íris Ásgeirsdóttir 0/1,
Sóley Guðgeirsdóttir 0/0, Kristrun Rut Antonsdottir 0/0, Jenný
Harðardóttir 0/0.
Keflavík/stig/fráköst: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 28/9/3 varin skot, Svava Ósk
Stefánsdóttir 23/8, Kristi Smith 11/5/5 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir
7/4/5 stoðsendingar, Rannveig Randversdóttir 6/7, Hrönn Þorgrímsdóttir 3/1,
Marín Rós Karlsdóttir 2/0, Pálína Gunnlaugsdóttir 1/2, Telma Lind
Ásgeirsdóttir 0/0, Halldóra Andrésdóttir 0/0, Eva Rós Guðmundsdóttir
0/0, Sigrún Albertsdóttir 0/0.
Þetta er þriðja árið í röð sem KR leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. KR tapaði gegn Keflavík 2008 og gegn Haukum 2009.
Íslandsmeistarar frá upphafi:
1952-1953: Ármann
1955-1956: ÍR
1956-1957: ÍR
1957-1958: ÍR
1958-1959: Ármann
1959-1960: Ármann
1960-1961: KR
1962-1963: ÍR
1963-1964: Skallagrímur
1965-1966: ÍR
1966-1967: ÍR
1968-1969: Þór, Ak.
1969-1970: ÍR
1970-1971: Þór, Ak.
1971-1972: ÍR
1972-1973: ÍR
1973-1974: ÍR
1974-1975: ÍR
1975-1976: Þór, Ak.
1976-1977: KR
1977-1978: ÍS
1978-1979: KR
1979-1980: KR
1980-1981: KR
1981-1982: KR
1982-1983: KR
1983-1984: ÍS
1984-1985: KR
1985-1986: KR
1986-1987: KR
1987-1988: Keflavík
1988-1989: Keflavík
1989-1990: Keflavík
1990-1991: ÍS
1991-1992: Keflavík
1992-1993: Keflavík
1993-1994: Keflavík
1994-1995: Breiðablik
1995-1996: Keflavík
1996-1997: Grindavík
1997-1998: Keflavík
1998-1999: KR
1999-2000: Keflavík
2000-2001: KR
2001-2002: KR
2002-2003: Keflavík
2003-2004: Keflavík
2004-2005: Keflavík
2005-2006: Haukar
2006-2007: Haukar
2007-2008: Keflavík
2008-2009: Haukar