Það gerist ekki oft að Boston Celtics tapi á heimavelli með 20 stiga mun í NBA-deildinni í körfuknattleik. En það átti sér stað í nótt þegar San Antonio Spurs vann stórsigur í Boston Garden, 94:73.
Fátt benti til þess að slíkar tölur væru í uppsiglingu eftir jafnan fyrri hálfleik. Í þriðja leikhluta skoruðu leikmenn Spurs hinsvegar 33 stig gegn 17 og gerðu út um leikinn. Argentínumaðurinn Manu Ginobili var í aðalhlutverki hjá Spurs en hann skoraði 28 stig. Paul Pierce skoraði 18 stig fyrir Boston.
Amare Stoudamire skoraði 30 stig og tók 17 fráköst fyrir Phoenix Suns sem vann Minnesota Timberwolves á útivelli, 111:105.
Orlando Magic lagði Denver Nuggets, 103:97, í uppgjöri tveggja af bestu liða deildarinnar á Flórída. J.J. Redick átti stórleik með Orlando en hann skoraði 23 stig, tók 7 fráköst og átti 8 stoðsendingar. Carmelo Anthony skoraði 26 stig fyrir Denver.
Dwyane Wade skoraði 32 stig fyrir Miami Heat í naumum sigri á Toronto Raptors, 97:94.
LeBron James skoraði 34 stig fyrir Cleveland Cavaliers sem vann Sacramento Kings, 97:90.
Úrslitin í nótt:
Cleveland - Sacramento 97:90
Milwaukee - Memphis 108:103 (framlenging)
Atlanta - Indiana 94:84
Detroit - Chicago 103:110
Miami - Toronto 97:943
Orlando - Denver 103:97
Minnesota - Phoenix 105:111
Oklahoma City - Portland 87:92
Boston - San Antonio 73:94
LA Clippers - Golden State 103:121