Snæfell skoraði 110 stig gegn Grindavík

Hlynur Bæringsson er fyrirliði Snæfells.
Hlynur Bæringsson er fyrirliði Snæfells. mbl.is/Golli

Ann­ar leik­ur Snæ­fells og Grinda­vík­ur í úr­slita­keppni Ice­land Express deild­ar­inn­ar í körfuknatt­leik karla hófst klukk­an 19:15 í Stykk­is­hólmi. Snæ­fell sigraði 110:93 og sló Grinda­vík út úr keppn­inni 2:0. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

At­kvæðamest­ir: 

Snæ­fell: Sean Burt­on 24 stig, 11 stoðsend­ing­ar, Hlyn­ur Bær­ings­son 23 stig, 14 frá­köst. 

Grinda­vík:  Páll Axel Vil­bergs­son 28, Dar­rel Flake 24 stig, 7 frá­köst.

40. mín: LEIK LOKIÐ. Snæ­fell sigraði 110:93 og er komið í undanúr­slit móts­ins en Grind­vík­ing­ar eru farn­ir í sum­ar­frí.

35. mín: Staðan er 100:85 fyr­ir Snæ­fell. Hólm­ar­ar eru bún­ir að brjóta 100 stiga múr­inn. Sean Burt­on og Jón Ólaf­ur Jóns­son settu niður tvö þriggja stiga skot á skömm­um tíma. Grind­vík­ing­ar náðu mun­in­um niður í 6 stig í upp­hafi fjórða leik­hluta.

33. mín: Staðan er 92:85 fyr­ir Snæ­fell. Grind­vík­ing­ar hafa verið mun sterk­ari í upp­hafi fjórða leik­hluta og hafa verið fljót­ir að saxa á for­skotið. Varn­ar­leik­ur Grinda­vík­ur er mun betri síðustu mín­út­ur en fram að því í leikn­um.

30. mín: Staðan er 89:75 fyr­ir Snæ­fell þegar einn leik­hluti er eft­ir. Hittni Hólm­ara er frá­bær og Sean Burt­on hef­ur sett niður nokk­ur þriggja stiga þar sem hann hef­ur verið langt fyr­ir utan lín­una. Burt­on er með 21 stig. Ann­ars hef­ur stiga­skorið dreifst vel hjá Snæ­felli. Pax­el er lang stiga­hæst­ur Grind­vík­inga með 26 stig. 

26. mín: Staðan er 77:69 fyr­ir Snæ­fell. Leik­ur­inn er hraður og hlut­irn­ir fljót­ir að ger­ast. Staðan var 69:69 en Hólm­ar­ar hafa náð að rykkja frá gest­un­um. Friðrik þjálf­ari Grinda­vík­ur tek­ur leik­hlé. 

23. mín: Staðan er 64:65 fyr­ir Grinda­vík. Leik­ur­inn er al­ger­lega í járn­um og verður vafa­laust æsispenn­andi á loka­mín­út­un­um. 

20. mín: Staðan er 55:57 fyr­ir Grinda­vík að lokn­um fyrri hálfleik. Pax­el er kom­inn með 22 stig og lauk fyrri hálfleik með glæsi­legri körfu. Hólm­ar­ar hafa verið heit­ir fyr­ir utan þriggja stiga lín­una og hafa sett niður 10 þriggja stiga skot í fyrri hálfleik. Það stefn­ir í enn einn stór­leik­inn hjá Hlyni Bær­ings­syni en hann er kom­inn með 12 stig og 6 frá­köst.

17. mín: Staðan er 45:43 fyr­ir Snæ­fell. Hittni leik­manna er gríðarlega góð, sér­stak­lega ef mið er tekið af því hve mikið er í húfi. Hittn­in er alla jafna verri þegar spennu­stigið er hátt en það er al­deil­is ekki raun­in í Hólm­in­um í kvöld. 

13. mín: Staðan er 36:33 fyr­ir Snæ­fell. Það stefn­ir í rosa­leg­an leik hjá Pax­el því hann hef­ur skorað 16 stig nú þegar fyr­ir Grinda­vík. Þegar hann hitn­ar þá hitt­ir hann úr svo gott sem öll­um skot­um eins og menn vita.

10. mín: Staðan er 23:24 fyr­ir Grinda­vík að lokn­um fyrsta leik­hluta.  Grind­vík­ing­ar skoruðu síðustu sex stig­in í leik­hlut­an­um. Páll Axel Vil­bergs­son er heit­ur og hef­ur skorað 9 stig fyr­ir Grinda­vík en stiga­skorið hef­ur dreifst bet­ur hjá Snæ­fell. Leik­ur­inn var mjög fjör­ug­ur í fyrsta leik­hluta og lof­ar góðu. 

5. mín: Staðan er 11:16. Grind­vík­ing­ar byrja leik­inn með lát­um og komust í 13:5. 

0. mín: Sigri Snæ­fell kemst liðið í undanúr­slit en sigri Grinda­vík þurfa liðin að leika odda­leik í Grinda­vík. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert