Ágúst: Þetta er alls ekki búið

Ágúst Björgvinsson
Ágúst Björgvinsson mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við náðum að stríða KR aðeins, náðum þessu niður í tvö stig á tímabili. Það vantaði bara herslumuninn á að ná að jafna og maður veit aldrei hvað hefði þá getað gerst, “ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, eftir tapið á móti KR í kvöld.

„Það voru nokkur augnablik á þessu tíma þar sem það munaði sáralitlu að við næðum að jafna. Ef slíkt gerist þá getur allt gerst - en það gerðist ekki.

Nú er stefnan að ná Juliu og Guðbjörgu góðum fyrir laugardaginn og þetta er alls ekki búið því ef við vinnum á laugardaginn þá getur allt gerst hér í oddaleiknum. Við kunnum ágætlega við okkur í þessu húsi og með fullskipað lið getur allt gerst,“ sagði Ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert