KR vann öruggan sigur á Hamri

Frá leik KR og Hamars í kvöld.
Frá leik KR og Hamars í kvöld. mbl.is/Kristinn

KR sigraði Hamar, 83;61, í þriðja úrslitaleiknum á Íslandsmóti kvenna í körfuknattleik sem fram fór í DHL-höllinni í kvöld. KR er þar með komið yfir í einvíginu, 2:1. Fjórði leikurinn fer fram í Hveragerði á laugardaginn og þar getur KR tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.

83:61 Leik lokið í Vesturbænum.

69:57 Hamar tekur leikhlé enda hefur lítið gengið síðustu mínútrnar og liðið þarf nauðsynlega að ná góðum leikkafla það sem eftir er, 4,49 mín, ætli það sér sigur í kvöld.

69:55 KR virðist ætla að hafa betur þó svo það séu 6,35 eftir þá er þetta allt einhvern vegin auðveldara hjá heimaliðinu en gestunum úr Hveragerði. Hamar berst þó vel en án Demirer eru þær einfaldlega ekki nægilega sterkar til að vinna KR.

64:50 KR hefur farið mikinn núna í þriðja leikhluta og Unnur Tara slær ekkert af  og er komin með 29 stig og fjórar villur. Heldur hefur hallað á dómgæsluna í þessum leikhluta, mun meira dæmt á Hamar og talsverður sparðatíningur í þeim efnum.

42:35 Eftir að hafa minnkað muninn í þrjú stig, 38:35 gerði KR síðustu 4 stigin. Unnur Tara er í miklum ham hjá KR og er með 20 stig og Signý Hermannsdóttir 10 en hjá Hamri er Kristrún Sigurjónsdóttir með 13 stig og Koren Schram 11. Fimm leikmenn Hamars hafa fengið villu, tvær hver og einn.

36:32 Tvær körfur í röð frá Hamri eftir leikhlé hjá Hvergerðiingum og Benedikt þjálfair KR sá sitt óvænta og tók leikhlé. 3,05 til leikhlés.

36:28 KR hefur enn yfirhöndina en Hamar berst af miklum móð og ætla ekki að gefa neitt. 3,37 eftir af öðrum leikhluta.

27:19 Fyrsti leikhluti búinn og Hamarskonur greinilega ekki á því að láta KR stinga af eins og allt leit út fyrir áðan. KR gerði þó síðustu fjögur stigin og breytti stöðunni úr 23:19 í 27:19. Svæðisvörn Hamars hefur gengið vel, Unnur Tara Jónsdóttir er með 14 stig hjá KR og hefur farið á kostum.

15:6 Fyrti leikhluti hálfnaður og ef fram heldur sem horfir vinnur KR stórsigur því sókarleikur Hamars er tilviljanakenndur og ómarkviss.

Julia Demirer er á skýrslu hjá Hamri en hafði sig lítt í frammi í upphitun og virðist sem hún sé meidd þó það hafi ekki fengist staðfest. Hún er ekki í byrjuarliði Hamars. Guðbjörg Sverrisdóttir er heldur ekki í leikmannahópi Hamars og munar mikið um þær tvær.

Allir leikir liðanna, þar með taldir fyrri tveir leikirnir i úrslitum, hafa endað með sigri gestaliðsins og KR-ingar hafa sjálfsagt fullan hug á að breyta því i kvöld en leikið er í DHL-höllinni.

Fólk er farið að tínast í salinn, en þó eru margir sem eru enn frammi að gæða sér á hreint frábærum hamborgurum sem KR-ingar grilla og er fólk duglegt við að fá sér bita, enda einstaklega ljúffengir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert