Vænleg staða hjá Keflavík

Stuðningsmaður Njarðvíkinga.
Stuðningsmaður Njarðvíkinga. mbl.is/Kristinn

Keflvíkingar eru komnir í vænlega stöðu eftir að sigra Njarðvík öðru sinni í undanúrslitarimmu liðanna í Iceland Expredd deild karla í körfuknattleik í kvöld. Lokatölur 79:103. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

Njarðvík: Nick Bradford 13/5 fráköst, Friðrik E.  Stefánsson 13/12 fráköst, Guðmundur  Jónsson 13, Jóhann Árni Ólafsson 9, Hjörtur Hrafn Einarsson 8, Magnús Þór Gunnarsson 8, Egill Jónasson 7/6 fráköst, Kristján Rúnar Sigurðsson 3, Páll Kristinsson 3/4 fráköst, Elías Kristjánsson 2, Rúnar Ingi Erlingsson 0, Grétar Már Garðarsson 0.

Keflavík: Gunnar Einarsson 26, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20/8 fráköst, Draelon Burns 17/8 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 15/5 fráköst/6 stoðsendingar, Uruele Igbavboa 14/8 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Nordal Hafsteinsson 6/6 fráköst, Davíð Þór Jónsson 2, Sverrir Þór Sverrisson 2/5 stoðsendingar/5 stolnir, Guðmundur Auðunn Gunnarsson 1, Alfreð Elíasson 0, Gunnar H. Stefánsson 0, Þröstur Leó Jóhannsson 0.

68:90 Rúmar fjórar mínútur eftir og enn örugg forysta hjá Keflavík en Njarðvíkingar þó að spila betur og berjast betur en þeir hafa gert.

52:77 Keflvíkingar gera ekkert nema auka muninn og eiga mjög góðn og heilstæðan leik sem lið. Allir eru að spila með miklum ágætum á meðan Njarðvíkingar ná sér alls ekki á strik. Gunnar Einarsson með 23 stig, Burns 17.

41:61 Flott byrjun á síðari hálfleik hjá Keflavík en njarðvíkingar taka leikhlé eftir fjórar mínútur enda gengur þeim gríðarlega erfiðlega í sókninni.

36:51 Kominn hálfleikur og gestirnir úr Keflavík með fína stöðu. Gunnar Einarsson heitur í þessum leikhluta með 13 stig og hann er stigahæstur hjá Keflavík ásamt Burns en hjá Njarðvík er Guðmundur með 10 stig.

36:49 Keflvíkingar búnir að vera í miklum ham og njarðvíkingar verða að fá meira frá Nick Bradford sem er aðeins með 7 stig. Mikið gengið á, þrjár tæknivillur komnar í þessum leikhluta og mikill hasar.

26:33 Keflvíkingar sprækari núna og heimamenn gera sig seka um nokkur mistök, missa boltann klaufalega. Fjórar mínútur tæpar búnar af öðrum leikhluta og Njarðvík tekur leikhlé.

21:22 Kominn hálfleikur og hér er á ferðinni hraður og skemmtilegur leikur þar sem mikil átök eru á milli manna þó allt með heiðarlegum hætti. Guðmundur Jónsson er með 9 stig fyrir Njarðvík, og þeir DraelonBurns og Hörður Axel Vilbergsson með 7 hvor fyrir Keflavík, en Hörður fór á kostum um miðbik þessa leikhluta. Keflavík komst í 18:10 en á lokakaflanum gerðu heimamenn 11 stig á móti fjórum.

10:12 Gríðarlega þéttar varnir og menn aðeins sentimetra hrá sínum mönnum. Leikhlutinn er hálfnaður og allveg ljóst að hér verður mikill spenna til loka. 

Keflavík hafði betur í fyrsta leiknum, 89:78 en nú eru Njraðvíkingar á heimavelli og fróðlegt að fygljast með hvernig þessi nágrannarimma fer.

Friðrik Stefánsson.
Friðrik Stefánsson. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert