Ekki búið enn á Suðurnesjum

Hörður Axel Vilhjálmsson.
Hörður Axel Vilhjálmsson. mbl.is/Golli

Njarðvíkingar neituðu að gefast upp í einvígi sínu við Keflavík í Iceland Express deild karla í körfu og höfðu betur í Keflavík í kvöld, 88:86 . Staðan er því 2:1 fyrir Keflavik og liðin mætast fjórða sinni á þriðjudaginn og þá í Njarðvík. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

Lokasekúndurnar voru æsispennandi því eftir að hafa minnkað muninn í þrjú stig voru dæmd skref á Njarðvíkinga í gullnu færi þegar 13,03 sekúndur voru eftir og staðan 85:88. Heimamenn eygðu því möguleika

70:82 4,18 eftir og heimamenn aðeins að laga stöðuna.

65:77 Njarðvík tekur leikhlé þegar 7,27 eru eftir. Heimamenn hafa gert sjö stig gegn tveimur í þessum leikhluta og það líkar Sigurði Ingimundarsyni, þjálfara Njarðvíkinga ekki.

58:75 Keflvíkingum tókst aðeins að berja sig saman í lok þessa leikhluta og gerðu síðustu sjö stigin. En miðað við hvernig Njarðvíkingar spila þá verður fjóri leikur liðanna í Njarðvík á  þriðjudaginn.

51:70 3,09 eftir og heimamenn taka annað leikhlé enda ekkert að ganga hjá þeim.

51:67 Njarðvíkingar fara á kostum og gerðu fyrstu 16 stigin áður en Keflavík gerði sína fyrstu körfu í þriðja leikhluta, en þá voru 5,19 eftir.

46:57 Njarðvíkingar hafaf gert átta stig geng engu frá Keflvíkingum en nú eur 7,22 til loka þriðja leikhluta og Guðjón Skúlason tók leikhlé, enda gengur ekkert hjá heimamönnum þessar mínúturnar.

46:49 Kominn hálfleikur í bráðfjörugum leik þar sem baráttan er í algleymingi. Um tíma hélt maður að upp úr myndi sjóða, en menn hafa náð að halda sig á mottunni. Stigahæstur hjá Keflavík er Gunnar Einarsson með 14 stig og hjá Njarðvík er Nick Bradford með 11 stig.

38:37 Keflavík tekur leikhlé þegar 2,56 eru til leikhlés, en heimamenn hafa gert sex stig í röð.

32:35 Sama spennan áfram og Njarðvíkingar með undirtökin. Dómarinn að dæma óíþróttamannslega villu á Keflavík þegar 4.49 eru eftir af hálfleiknum

22:25 Njarðvíkingar vel stemndir, en sumir leikmenn kannski einum of. Nick Bradrod var til dæmis að fá ekki á sig óíþróttamannslega villu strax í upphafi er hann kom ágnandi að Gunnari Einarssyni sem var að fara að taka vítaskot. En mikið fjör og haður bolti sem leikinn er. Fyrsti leikhluti á enda.

11:11 Mikil barátta og hasar á upphafsmínútunum. Njarðvík gerði fyrstu 5 stigin en svo komu níu í röð frá heimamönnum. Fimm mínútur búnar af leiknum.

Keflavík er 2-0 yfir í einvíginu og kemst í úrslitin með sigri í kvöld. Keflavík vann 89:78 í fyrsta leiknum í Keflavík og síðan 103:79 í leik tvö, sem fram fór í Njarðvík. Ef til fjórða leiks kemur þá verður hann í Njarðvík á þriðjudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert