Snæfell er komið í úrslit í Iceland Express deild karla í körfu eftir 83:93 sigur á KR í æsispennandi oddarimmu í Vesturbænum í kvöld. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
83:93 Leiknum er lokið með sigri Snæfells sem mætir þar með Keflavík í einvíginu um meistaratitilinn. Fyrsti leikur er í Keflavík á mánudagskvöldið.
KR: Morgan Lewis 17/5 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 15, Brynjar Þór Björnsson 15/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 14/13 fráköst/7 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 8, Tommy Johnson 5, Fannar Ólafsson 4/4 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 3/5 fráköst, Darri Hilmarsson 2, Steinar Kaldal 0, Ólafur Már Ægisson 0, Egill Vignisson 0.
Snæfell: Sigurður Á. Þorvaldsson 28/9 fráköst, Martins Berkis 16/5 fráköst, Hlynur Bæringsson 15/9 fráköst/3 varin skot, Jón Ólafur Jónsson 12/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9, Sean Burton 8/8 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 5, Páll Fannar Helgason 0, Kristján Andrésson 0, Egill Egilsson 0, Gunnlaugur Smárason 0, Sveinn Arnar Davíðsson 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson.
80:84 1,02 eftir og Snæfell a vítskot. Sean meiddur og Jón Ólafur farinn útafmeð fimm villur líkt og Skarphéðinn hká KR. Mikil spenna og stemningin í húsinu rafmögnuð.
73:79 Ætlar KR að takast hið ómögulega?? 5,30 eftir og aðeins sex stiga munur.
60:73 8,47 eftir og Snæfell tekur tíma enda sjö fyrstu stigin í síðasta leikhluta komið frá KR-ingum sem eru gríðarlega vel studdir af stuðningsmönnum sínum.
53:73 Tuttugu stiga munur fyrir síðasta leikhluta og vandséð að KR takist að vinna þann mun upp þó svo allt sé hægt í körfu. Jón Ólafur með fjórar villur, Hlynur þrjár hjá Snæfelli.
46:61 Harka að færast í leikinn og Snæfellingar gætu lent í villuvandræðum, að ósekju reyndar þykir þeim sem þetta ritar. Leikhlutinn hálfnaður.
Hálfleikur: Sigurður Þorvaldsson er með 16 stig fyrir Snæfell og þeir Hlynur Bæringsson, Martins Berkis og Sean Burton 8 stig hver. Jón Ólafur jónsson, sem hefur leikið vel, er með 7 stig og hann er kominn með þrjár villur.
Hjá KR eru Brynjar Þór Björnsson og Finnur Atli Magnússon með 8 stig hvor. Níu leikmenn KR hafa skorað en sjö hjá Snæfelli. Villurnar skiptast nokkuð jafnt, KR með 10 vilur og Snæfell 9.
43:54 Munurinn helst, en kominn er hálfleikur. Eins og sjá má er mikið skorað enda hitta leikmenn vel og bæði lið hafa leikið betur í vörn en þau gera í kvöld.
32:40 Annar leikhluti hálfnaður og enn hefur Snæfell forystu, en KR virðist vera að laga leik sinn.
21:30 Fyrsti leikhluti á enda. Snæfell komst í 19:10 og síaðn 28:17 og virðast Hólmarar koma mjög vel stemndir til leiksins. KR-ingar reyna mest að keyra inn í teiginn nema Brynjar sem hefur gert tvær þriggja stiga körfur.
9:15 KR tekur leikhlé þear 4.43 eru eftir en Snæfell hefur nú gert níu stig í röð.
9:10 Allt í járnum eftir fjögurra mínútna leik. Nokkur hraði og fín hittni hjá leikmönnum þannig að allt stefnir í mikið fjör.
Liðin hafa mæst tvívegis hér í DHL-höll KR í úrslitarimmunni og Snæfell sigrað í báðum leikjunum. KR sigraði hins vegar í báðum leikjunum í Stykkishólmi. KR hefur gert 344 stig í þessum fjórum leikjum og Snæfell 343 þannig að munurinn getur vart verið minni.
Dómarar kvöldsins eru margreyndir en það er þeir Sigmundur Már Herbertsson og Kristinn Óskarsson.
DHL-höllin er að fyllast af fólki þó enn sé klukkutími í leik og greinilegt að hér verður gríðarleg stemning í kvöld. Búið er að setja auka palla við báða enda vallarins þannig að mun fleiri áhorfendur komast að en venjulega.