Portland sigraði í Phoenix

Dirk Nowitzki var óstöðvandi í Dallas í nótt.
Dirk Nowitzki var óstöðvandi í Dallas í nótt. Reuters

Portland Trail Blazers var eina liðið sem vann á útivelli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA-deildinni í körfuknattleik og sigraði Phoenix Suns í nótt, 105:100. Dallas Mavericks vann San Antonio Spurs, 100:94.

Það var góður endasprettur sem tryggði Portland sigurinn en heimamenn í Phoenix voru yfir lengi vel. Andre Miller átti stórleik með Portland og skoraði 31 stig og átti 8 stoðsendingar, og þá tók Marcus Camby 17 fráköst. Camby hélt ennfremur Amare Stoudamire niðri og það vóg þungt. Steve Nash skoraði 25 stig fyrir Phoenix og átti 9 stoðsendingar.

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki var í miklum ham með Dallas gegn San Antonio. Aðeins tvö skota hans geiguðu í leiknum og Nowitzki skoraði 36 stig. Jason Kidd átti 11 stoðsendingar. Tim Duncan skoraði 27 stig fyrir San Antonio.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert