Phoenix jafnaði metin gegn Portland

Jeff Green hjá Oklahoma og Kobe Bryant hjá Lakers berjast …
Jeff Green hjá Oklahoma og Kobe Bryant hjá Lakers berjast um boltann undir körfunni í leik liðanna í nótt. Reuters

Los Ang­eles Lakers, Bost­on Celtics og Atlanta Hawks komust öll í 2:0 í ein­vígj­um sín­um í úr­slita­keppni NBA-deild­ar­inn­ar í körfuknatt­leik í nótt en Phoen­ix Suns náði að jafna met­in gegn Port­land Trail Blazers, 1:1.

Lakers vann Okla­homa City Thund­er, 95:92, í hörku­leik í Stap­les Center og þar var það Kobe Bry­ant sem gerði út­slagið. Hann skoraði 15 stig í fjórða leik­hluta, þar af sjö í röð eft­ir að Lakers hafði lent und­ir, 86:88, og var með 39 stig alls í leikn­um. Pau Gasol tók 12 frá­köst fyr­ir Lakers. Kevin Durant var með 32 stig og 8 frá­köst fyr­ir Okla­homa. Staðan er 2:0 fyr­ir Lakers en næstu tveir leik­ir fara fram í Okla­homa.

Bost­on var ekki í nokkr­um vand­ræðum með Miami Heat og vann stór­sig­ur, 106:77, og fer með 2:0 for­skot til Flórída. Bost­on skoraði 21 stig í röð í öðrum leik­hluta og sam­tals 41 stig gegn 8 á kafla sem náði yfir í þann þriðja, og þar gerði liðið út um leik­inn. Doc Ri­vers þjálf­ari Bost­on sagði að þetta væru án efa bestu 16 mín­út­ur liðsins í vet­ur. Ray Allen skoraði 25 stig fyr­ir Bost­on og Rajon Rondo tók 12 frá­köst. Dwya­ne Wade skoraði 29 stig fyr­ir Miami.

Atlanta lagði Milwaukee Bucks, 96:86, og er með 2:0 for­ystu fyr­ir næstu tvo leik­ina sem fara fram í Milwaukee. Joe John­son skoraði 27 stig fyr­ir Atlanta og Josh Smith var með 14 frá­köst og 9 stoðsend­ing­ar. John Salmons skoraði 21 stig fyr­ir Milwaukee.

Phoen­ix sneri blaðinu held­ur bet­ur við gegn Port­land eft­ir tap á heima­velli í fyrsta leikn­um, vann 119:90 og staðan er 1:1. Ja­son Rich­ard­son skoraði 29 stig fyr­ir Phoen­ix og Steve Nash átti 16 stoðsend­ing­ar. Martell Web­ster skoraði 16 stig fyr­ir Port­land.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert