Snæfell burstaði Keflavík 91:69

Hlynur Bæringsson er óumdeildur leiðtogi Hólmara.
Hlynur Bæringsson er óumdeildur leiðtogi Hólmara. mbl.is/Ómar

Ann­ar úr­slita­leik­ur Snæ­fells og Kefla­vík­ur um Íslands­meist­ara­titil­inn í körfuknatt­leik karla hófst í Stykk­is­hólmi klukk­an 19:15. Snæ­fell vann stór­sig­ur 91:69 í leik þar sem Kefla­vík átti varla mögu­leika nema í fyrsta leik­hluta. Staðan er 1:1 en vinna þarf þrjá leiki til þess að verða Íslands­meist­ari. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

At­kvæðamest­ir:

Snæ­fell: Sig­urður Þor­valds­son 29, Mart­ins Berk­is 16, Hlyn­ur Bær­ings­son 16 frá­köst.

Kefla­vík:  Urele Ig­ba­v­boa 15, Gunn­ar Ein­ars­son 14, Sig­urður Þor­steins­son 14.

40. mín: LEIK LOKIÐ. Ójöfn­um leik lauk með stór­sigri Snæ­fells 91:69 og staðan í rimm­unni er 1:1.  Stuðnings­menn Snæ­fells tryll­ast af fögnuði. 

35. mín: Staðan er 83:56 fyr­ir Snæ­fell og Hólm­ar­ar eru að koma sigr­in­um í ör­ugga höfn. Gæðin í leikn­um hafa minnkað tals­vert í síðari hálfleik.

30. mín: Staðan er 74:48 fyr­ir Snæ­fell að lokn­um þrem­ur leik­hlut­um. Úrslit þessa leiks virðast ráðin og und­ir­ritaður leyf­ir sér að full­yrða að svo sé. Það er ekk­ert sem bend­ir til þess að Kefla­vík geti unnið þenn­an leik og kom­ist í 2:0 enda tókst þeim ekki að brjóta 50 stiga múr­inn í þriðja leik­hluta. 

27. mín: Staðan er 67:48 fyr­ir Snæ­fell og Kefl­vík­ing­ar virðast vera að missa móðinn. Þeir eru farn­ir að gera klaufa­leg mis­tök í sókn­inni og virðast ekki hafa trú á verk­efn­inu. 

25. mín: Staðan er 62:46 fyr­ir Snæ­fell og Kefla­vík tek­ur leik­hlé. Kefl­vík­ing­ar hafa byrjað þriðja leik­hluta á ágæt­lega og eiga mögu­leika á að minnka mun­inn fyr­ir síðasta leik­hlut­ann. Tak­ist þeim að minnka mun­inn niður í 10 stig þá gæti síðasti leik­hlut­inn orðið spenn­andi. 

20. mín: Staðan er 54:35 fyr­ir Snæ­fell að lokn­um fyrri hálfleik. Mikl­ir yf­ir­burðir Hólm­ara í fyrri hálfleik og Kefl­vík­ing­ar þurfa að girða sig í brók ef þeir ætla að eiga mögu­leika. Leik­menn Snæ­fells hafa hitt mjög vel og þá er erfitt að eiga við þá eins og dæm­in sanna. Þeir gerðu til dæm­is 110 stig gegn firna­sterku liði Grind­vík­inga í 8 liða úr­slit­um.  Sig­urður Þor­valds er stiga­hæst­ur hjá Snæ­felli með 21 stig en Gunn­ar Ein­ars hjá Kefla­vík með 9 stig.

18. mín: Staðan er 52:27 fyr­ir Snæ­fell. Ótrú­leg­ar töl­ur og Kefl­vík­ing­ar þurfa held­ur bet­ur að hrökkva í gír­inn í síðari hálfleik til þess að eiga mögu­leika. Sig­urður Þor­valds­son er kom­inn með 21 stig fyr­ir Snæ­fell. Hef­ur hitt úr öll­um fjór­um þriggja stiga skot­um sín­um, öll­um fimm víta­skot­um sín­um og tveim­ur af fjór­um inn­an teigs.

16. mín: Staðan er 43:23 fyr­ir Snæ­fell. Hlyn­ur Bær­ings­son var að skila þrem­ur stig­um fyr­ir Hólm­ara og tók í leiðinni sitt 10 frá­kast í leikn­um. Hlyn­ur og Gunn­ar Ein­ars lentu í smá rysk­ing­um en því virt­ist ekki fylgja nein sér­stök illindi. 

13. mín: Staðan er 37:23 fyr­ir Snæ­fell. Heima­menn eru bún­ir að koma sér upp álit­legri for­ystu. Berk­is og Sig­urður Þor­valds halda áfram að setja niður þriggja stiga skot. Kefl­vík­ing­ar eru í vand­ræðum með að verj­ast sókn­ar­leik Snæ­fells þegar hittn­in er jafn góð og raun ber vitni.

10. mín: Staðan er 24:18 fyr­ir Snæ­fell að lokn­um fyrsta leik­hluta. Leik­menn Snæ­fells eru heit­ir og hafa sett niður fjög­ur þriggja stiga skot. Kefl­vík­ing­ar eru ekki langt und­an og þeim geng­ur ágæt­lega að setja pressu á Hólm­ara þegar þeir fara með bolt­ann upp völl­inn. 

8. mín: Staðan er 22:15 fyr­ir Snæ­fell. Jeb Ivey er kom­inn inn á fyr­ir Pálma. Mart­ins Berk­is og Sig­urður Þor­valds­son hafa skorað tvær þriggja stiga körf­ur hvor fyr­ir Snæ­fell. Stiga­skorið hef­ur dreifst mjög hjá Kefl­vík­ing­um en Burns, Gunn­ar Ein­ars og Hörður Axel Vil­hjálms­son eru all­ir komn­ir ágæt­lega inn í leik­inn.   

6. mín: Staðan er 15:9 fyr­ir Snæ­fell. Hlyn­ur Bær­ings­son var að troða með hrika­leg­um tilþrif­um og Guðjón Skúla­son þjálf­ari Kefl­vík­inga tek­ur leik­hlé. Hólm­ar­ar eru skref­inu á und­an enn sem komið er og hafa sett niður þrjár þriggja stiga körf­ur.

3. mín: Staðan er 5:5. Sig­urður Þor­valds­son skoraði fyrstu körf­una fyr­ir Snæ­fell með skoti fyr­ir utan þriggja stiga lín­una.

2. mín: Staðan er 0:0. Leik­ur­inn er haf­inn. Jeb Ivey byrj­ar á bekkn­um eins og bú­ast mátti við. Snæ­fell er þó ekki með neinn au­k­vissa í stöðu leik­stjórn­anda, því það hlut­verk leys­ir Pálmi Freyr Sig­ur­geirs­son sem varð Íslands­meist­ari með KR í fyrra.

0. mín: Ekki ganga all­ir leik­menn liðanna heil­ir til þess­ar­ar orr­ustu. Jón Ólaf­ur Jóns­son fékk snert af lungna­bólgu og hef­ur ekki tek­ist að hrista hana af sér enn sem komið er en hann hef­ur verið veik­ur í 10 daga. Sam­herji hans Hlyn­ur Bær­ings­son er tæp­ur vegna meiðsla sem og Dra­elon Burns, Banda­ríkjamaður­inn hjá Kefla­vík. 

0. mín: Banda­ríski leik­stjórn­and­inn Sean Burt­on sit­ur á vara­manna­bekkn­um hjá Snæ­felli í borg­ara­leg­um klæðum en hann er meidd­ur eins og komið hef­ur fram. Hann mun þó fylgja liðinu sem eft­ir er af úr­slita­keppn­inni. 

0. mín: Gríðarlega stemn­ing að mynd­ast í íþrótta­hús­inu í Stykk­is­hólmi þar sem stuðnings­menn liðanna kepp­ast við að kveðast á. Húsið var orðið tæp­lega fullt um klukku­tíma fyr­ir leik. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert