Snæfell tók forystuna gegn Keflavík

Sigurður Þorvaldsson úr liði Snæfells í baráttunni gegn Nick Bradford.
Sigurður Þorvaldsson úr liði Snæfells í baráttunni gegn Nick Bradford. mbl.is/hag

Þriðji úr­slita­leik­ur Kefla­vík­ur og Snæ­fells um Íslands­meist­ara­titil­inn í körfuknatt­leik karla hófst í íþrótta­hús­inu í Kefla­vík klukk­an 16:00. Snæ­fell sigraði 100:85 og var með for­ystu í leikn­um frá því í fyrsta leik­hluta. Staðan í rimmu liðanna er 2:1 fyr­ir Snæ­fell en vinna þarf þrjá leiki til þess að hampa titl­in­um. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Kefla­vík

Snæ­fell

Dóm­ar­ar

40. mín: LEIK LOKIÐ. Snæ­fell sigraði 100:85 og hef­ur yfir 2:1 í rimm­unni. Næsti leik­ur verður í Stykk­is­hólmi á mánu­dags­kvöldið. 

39. mín: Staðan er 79:94 fyr­ir Snæ­fell og úr­slit­in eru ráðin. Hlyn­ur Bær­ings­son var að fá sína fimmtu villu og kem­ur ekki meira við sögu. 

37. mín: Staðan er 79:89 fyr­ir Snæ­fell. Nokkr­ir leik­menn eru komn­ir með 4 vill­ur. Þeirra á meðal eru bæði Bra­dford og Hlyn­ur. 

34. mín: Staðan er 68:81 fyr­ir Snæ­fell og út­litið er gott fyr­ir gest­ina úr Stykk­is­hólmi. Þeir náðu fimmtán stiga for­skoti 81:66 eft­ir góðan kafla þar sem Pálmi Freyr Sig­ur­geirs­son og Mart­ins Berk­is settu niður þriggja stiga skot. 

30. mín: Staðan er 64:70 fyr­ir Snæ­fell þegar einn leik­hluti er eft­ir.  Spenn­an er að magn­ast og stemn­ing­in er orðin mögnuð í hús­inu. Vörn Kefl­vík­inga hef­ur batnað til mik­illa muna og gert það að verk­um að leik­ur­inn er orðinn spenn­andi. Nick Bra­dford hef­ur skorað 24 stig fyr­ir Kefla­vík og Hlyn­ur Bær­ings­son annað eins fyr­ir Snæ­fell.

26. mín: Staðan er 56:62 fyr­ir Snæ­fell. Kefl­vík­ing­um tókst að minnka mun­inn niður í þrjú stig 52:55 þegar Nick Bra­dford gerði fjög­ur stig í sömu sókn­inni en Hlyn­ur Bær­ings­son svaraði með þriggja stiga körfu. 

24. mín: Staðan er 48:53 fyr­ir Snæ­fell. Áhlaup Kefl­vík­inga er loks­ins hafið og nú geta menn leyft sér að von­ast eft­ir spenn­andi leik. 

21. mín: Staðan er 39:47 fyr­ir Snæ­fell. Síðari hálfleik­ur­inn byrj­ar á þriggja stiga körfu frá Gunn­ari Ein­ars­syni og nú er spurn­ing­in hvort þetta kveiki ekki í Kefl­vík­ing­um.

20. mín: Staðan er 36:47 fyr­ir Snæ­fell að lokn­um fyrri hálfleik. Staðan er góð fyr­ir Snæ­fell því Kefl­vík­ing­ar hafa ekki gert al­menni­legt áhlaup á þá. Hólm­ar­ar voru kannski fegn­ir þegar fyrri hálfleik lauk því þá virt­ist stemn­ing­in vera að aukast hjá Kefl­vík­ing­um. Nick Bra­dford og Urele Ig­ba­v­boa eru stiga­hæst­ir Kefl­vík­inga, Bra­dford með 10 og Ig­ba­v­boa með 9. Kefl­vík­ing­ar tóku aðeins 7 frá­köst í fyrri hálfleik sam­kvæmt töl­fræði KKÍ. Hlyn­ur Bær­ings­son er stiga­hæst­ur Hólm­ara með 9 stig og Sig­urður Þor­valds­son hef­ur skorað 8. 

17. mín: Staðan er 26:40 fyr­ir Snæ­fell. Hólmur­um tekst að halda Kefl­vík­ing­um í hæfi­legri fjar­lægð í öðrum leik­hluta en Kefl­vík­ing­um hef­ur mest tek­ist að minnka mun­inn niður í 9 stig.

13. mín: Staðan er 17:29 fyr­ir Snæ­fell. Kefl­vík­ing­ar eiga í vand­ræðum bæði í vörn og sókn. Þeir þurfa að leita að nýj­um lausn­um því þessi leik­ur er að þró­ast á svipaðan veg og sá síðasti. 

10. mín: Staðan er 15:27 fyr­ir Snæ­fell að lokn­um fyrsta leik­hluta. Varn­ar­leik­ur Kefl­vík­inga hef­ur verið með ólík­ind­um slak­ur í fyrsta leik­hluta og Hólm­ar­ar hafa ekki haft mikið fyr­ir hlut­un­um. 

5. mín: Staðan er 7:15 fyr­ir Snæ­felli. Sig­urður Þor­steins­son byrj­ar á bekkn­um hjá Kefla­vík og Hólm­ar­ar hafa nýtt sér það. Þeir hafa verið dug­leg­ir að keyra í gegn­um miðja vörn Kefl­vík­inga með góðum ár­angri. 

2. mín: Staðan er 4:5 fyr­ir Snæ­fell. Hlyn­ur Bær­ings­son hef­ur skorað öll stig Hólm­ara. Jeb Ivey og Nick Bra­dford byrja báðir inn á.  

0. mín: Þröst­ur Leó Jó­hanns­son kem­ur aft­ur inn í liðið hjá Kefla­vík en hann var meidd­ur í síðasta leik. 

0. mín: Sig­mund­ur Már Her­berts­son og Björg­vin Rún­ars­son munu ann­ast dómgæslu.

0. mín: Nick Bra­dford er í leik­manna­hópi Kefla­vík­ur og Dra­elon Burns virðist því ekki vera leik­fær. 

0. mín: Húsið er að fyll­ast og stuðnings­menn liðanna voru farn­ir að syngja og tralla löngu fyr­ir leik. 

Hlynur Bæringsson og Jón N.Hafsteinsson í baráttu undir körfunni í …
Hlyn­ur Bær­ings­son og Jón N.Haf­steins­son í bar­áttu und­ir körf­unni í Kefla­vík í dag. mbl.is/​hag
Nick Bradford er kominn í Keflavíkurliðið og hér er hann …
Nick Bra­dford er kom­inn í Kefla­vík­urliðið og hér er hann með bolt­ann í leikn­um í dag. mbl.is/​hag
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert