Þriðji úrslitaleikur Keflavíkur og Snæfells um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla hófst í íþróttahúsinu í Keflavík klukkan 16:00. Snæfell sigraði 100:85 og var með forystu í leiknum frá því í fyrsta leikhluta. Staðan í rimmu liðanna er 2:1 fyrir Snæfell en vinna þarf þrjá leiki til þess að hampa titlinum. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
Keflavík40. mín: LEIK LOKIÐ. Snæfell sigraði 100:85 og hefur yfir 2:1 í rimmunni. Næsti leikur verður í Stykkishólmi á mánudagskvöldið.
39. mín: Staðan er 79:94 fyrir Snæfell og úrslitin eru ráðin. Hlynur Bæringsson var að fá sína fimmtu villu og kemur ekki meira við sögu.
37. mín: Staðan er 79:89 fyrir Snæfell. Nokkrir leikmenn eru komnir með 4 villur. Þeirra á meðal eru bæði Bradford og Hlynur.
34. mín: Staðan er 68:81 fyrir Snæfell og útlitið er gott fyrir gestina úr Stykkishólmi. Þeir náðu fimmtán stiga forskoti 81:66 eftir góðan kafla þar sem Pálmi Freyr Sigurgeirsson og Martins Berkis settu niður þriggja stiga skot.
30. mín: Staðan er 64:70 fyrir Snæfell þegar einn leikhluti er eftir. Spennan er að magnast og stemningin er orðin mögnuð í húsinu. Vörn Keflvíkinga hefur batnað til mikilla muna og gert það að verkum að leikurinn er orðinn spennandi. Nick Bradford hefur skorað 24 stig fyrir Keflavík og Hlynur Bæringsson annað eins fyrir Snæfell.
26. mín: Staðan er 56:62 fyrir Snæfell. Keflvíkingum tókst að minnka muninn niður í þrjú stig 52:55 þegar Nick Bradford gerði fjögur stig í sömu sókninni en Hlynur Bæringsson svaraði með þriggja stiga körfu.
24. mín: Staðan er 48:53 fyrir Snæfell. Áhlaup Keflvíkinga er loksins hafið og nú geta menn leyft sér að vonast eftir spennandi leik.
21. mín: Staðan er 39:47 fyrir Snæfell. Síðari hálfleikurinn byrjar á þriggja stiga körfu frá Gunnari Einarssyni og nú er spurningin hvort þetta kveiki ekki í Keflvíkingum.
20. mín: Staðan er 36:47 fyrir Snæfell að loknum fyrri hálfleik. Staðan er góð fyrir Snæfell því Keflvíkingar hafa ekki gert almennilegt áhlaup á þá. Hólmarar voru kannski fegnir þegar fyrri hálfleik lauk því þá virtist stemningin vera að aukast hjá Keflvíkingum. Nick Bradford og Urele Igbavboa eru stigahæstir Keflvíkinga, Bradford með 10 og Igbavboa með 9. Keflvíkingar tóku aðeins 7 fráköst í fyrri hálfleik samkvæmt tölfræði KKÍ. Hlynur Bæringsson er stigahæstur Hólmara með 9 stig og Sigurður Þorvaldsson hefur skorað 8.
17. mín: Staðan er 26:40 fyrir Snæfell. Hólmurum tekst að halda Keflvíkingum í hæfilegri fjarlægð í öðrum leikhluta en Keflvíkingum hefur mest tekist að minnka muninn niður í 9 stig.
13. mín: Staðan er 17:29 fyrir Snæfell. Keflvíkingar eiga í vandræðum bæði í vörn og sókn. Þeir þurfa að leita að nýjum lausnum því þessi leikur er að þróast á svipaðan veg og sá síðasti.
10. mín: Staðan er 15:27 fyrir Snæfell að loknum fyrsta leikhluta. Varnarleikur Keflvíkinga hefur verið með ólíkindum slakur í fyrsta leikhluta og Hólmarar hafa ekki haft mikið fyrir hlutunum.
5. mín: Staðan er 7:15 fyrir Snæfelli. Sigurður Þorsteinsson byrjar á bekknum hjá Keflavík og Hólmarar hafa nýtt sér það. Þeir hafa verið duglegir að keyra í gegnum miðja vörn Keflvíkinga með góðum árangri.
2. mín: Staðan er 4:5 fyrir Snæfell. Hlynur Bæringsson hefur skorað öll stig Hólmara. Jeb Ivey og Nick Bradford byrja báðir inn á.
0. mín: Þröstur Leó Jóhannsson kemur aftur inn í liðið hjá Keflavík en hann var meiddur í síðasta leik.
0. mín: Sigmundur Már Herbertsson og Björgvin Rúnarsson munu annast dómgæslu.
0. mín: Nick Bradford er í leikmannahópi Keflavíkur og Draelon Burns virðist því ekki vera leikfær.
0. mín: Húsið er að fyllast og stuðningsmenn liðanna voru farnir að syngja og tralla löngu fyrir leik.