Phoenix þarf einn sigurleik til viðbótar

Jason Richardson leikmaður Phoenix í baráttunni gegn Jerryd Bayless.
Jason Richardson leikmaður Phoenix í baráttunni gegn Jerryd Bayless. Reuters

Phoenix Suns náði yfirhöndinni í einvíginu gegn Portland Trail Blazers í átta liða úrslitum Vesturdeildar í nótt með 197:88 sigri á heimavelli. Varamennirni Channing Frye og Jared Dudley voru atkvæðamiklir í liði Phoenix með 20 og 19 stig. Staðan er 3:2 fyrir Phoenix sem þarf nú einn sigur til þess að komast í undanúrslit Vesturdeildar.

Phoenix hefur unnið leikina þrjá með miklum mun, 29, 19 og 19 stiga mun. Tapleikirnir hafa verið jafnar en þar hefur Portland haft betur eð 5 og 9 stiga mun.

Amare Stoudemire skoraði 19 stig fyrir Phoenix og Steve Nash skoraði 14 stig og gaf  10 stoðsendingar.  

Andre Miller skoraði 21 stig fyrir Portland, LaMarcus Aldridge og Jerryd Bayless skoruðu 17 stig hvor fyrir Portland.  Brandon Roy, aðalstjarna Portland, skoraði 5 stig á 19 mínútum en hann fór í speglun á hné fyrir átta dögum og áttu fáir von á því að hann myndi ná sér fyrir þessa leiki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert