Benedikt Guðmundsson yfirgefur KR

Benedikt Guðmundsson handfjatlar Íslandsbikarinn árið 2007.
Benedikt Guðmundsson handfjatlar Íslandsbikarinn árið 2007. mbl.is/Sverrir

Körfuknattleiksþjálfarinn Benedikt Guðmundsson er að yfirgefa KR þar sem hann hefur þjálfað og starfað undanfarin ár og lengst af á sínum ferli. Benedikt staðfesti þetta í samtali við mbl.is og sagðist ekki vita hvað tæki við hjá sér í framhaldinu.

„Já því miður þá er ég að gera það. Ég og Böðvar formaður þökkuðum hvorum öðrum fyrir samstarfið í gær og fyrir frábæran tíma,“ sagði Benedikt sem gerði karlalið KR að Íslandsmeisturum 2007 og 2009 og kvennaliðið einnig að Íslandsmeisturum í ár. Hann hefur jafnframt starfað í KR - heimilinu sem íþróttafulltrúi.

„Við eigum eftir að ganga frá öllum lausum endum og þetta er ekki langt komið. Ef maður fer að þjálfa einhvers staðar annars staðar þá er kannski ekki viðeigandi að halda áfram að starfa hjá KR,“ útskýrði Benedikt og reiknar því með að söðla alfarið um. Hann segist þó ekki hafa fengið nein tilboð frá öðrum félögum enda segir Benedikt að hugur hans hafi staðið til þess að þjálfa kvennalið KR áfram. 

„Nú þarf maður að kanna hvar er þörf fyrir þjálfa en ég ætlaði mér að vera áfram með kvennaliðið. Það er erfitt að vera með reynslumikinn þjálfara sem þarf sitt í að stýra kvennaliðinu því það virðast vera litlar tekjur í kvennaboltanum.“ 

Nánar er rætt við Benedikt í íþróttablaði Morgunblaðsins í fyrramálið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert