„Þetta er allt Inga að þakka“

Emil fyrir miðju ásamt samherjum sínum.
Emil fyrir miðju ásamt samherjum sínum. mbl.is/hag

Emil Þór Jóhannsson gekk til liðs við Snæfell síðasta sumar og sprakk út í vetur. Hann stendur nú uppi sem tvöfaldur meistari eftir að Hólmarar tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með stórsigri á Keflavík í kvöld 105:69.

„Þetta er þvílíkur unaður,“ sagði Emil í samtali við mbl.is eftir að hann handfjatlaði Íslandsbikarinn. Hann segist eiga Inga Þór Steinþórssyni þjálfara Snæfells mikið að þakka. 

„Þetta er allt Inga að þakka. Hann hefur haft þvílíka trú á mér í vetur og hefur gefið mér mörg tækifæri. Hann fékk mig í Hólminn og þar sem mér gafst tækifæri til þess að spila með öllum þessum frábæru gaurum. Ég á honum allt að þakka fyrir það og það er ekki verra að vera orðinn tvöfaldur meistari,“ sagði Emil sem skoraði 17 stig í oddaleiknum í kvöld. 

Ítarlega er fjallað um oddaleik Keflavíkur og Snæfells í íþróttablaði Morgunblaðsins í fyrramálið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka