Þreytan verður lögð til hliðar

Sigurður Þorvaldsson leikmaður Snæfells og Hörður Axel Vilhjálmsson úr liði …
Sigurður Þorvaldsson leikmaður Snæfells og Hörður Axel Vilhjálmsson úr liði Keflavíkur. Sigurður fékk skurð á augabrún í kjölfarið. hag / Haraldur Guðjónsson

Flensa tók sér bólfestu í herbúðum Hólmara í miðri úrslitarimmunni gegn Keflvíkingum. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, sagðist í gær ekki reikna með öðru en að mæta með fullt lið í oddaleikinn þegar Morgunblaðið heyrði í honum hljóðið í gær.

„Ég á von á því að við mætum með fullt lið. Það er enginn meiddur en menn eru orðnir þreyttir og laskaðir í báðum liðum. Það er ekkert óeðlilegt við það og það verður bara lagt til hliðar í þessa tvo klukkutíma sem leikurinn fer fram,“ sagði Ingi. Spurður um Sigurð Þorvaldsson og Emil Þór Jóhannsson sem fengu höfuðhögg í síðasta leik sagðist Ingi ekki reikna með að það hafi áhrif.

„Því hefur fylgt höfuðverkur en ekkert sem stoppar menn. Svo hefur þessi flensa verið yfirvofandi hérna en það er ekkert í boði fyrir menn að vera að væla yfir því. Það hefur ekki verið alvarlegra en hálsbólga, kvef, slappleiki og þess háttar,“ sagði Ingi brattur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert