Íslandsmeistaratitillinn í Stykkishólm í fyrsta sinn

Úr leik Keflavíkur og Snæfells í kvöld.
Úr leik Keflavíkur og Snæfells í kvöld. mbl.is/hag

Snæ­fell úr Stykk­is­hólmi varð í kvöld Íslands­meist­ari í körfuknatt­leik karla í fyrsta sinn þegar liðið vann stór­sig­ur á Kefla­vík, 105:69, í fimmta og síðasta úr­slita­leik liðanna um Íslands­meist­ara­titil­inn á heima­velli Kefla­vík­ur.

Snæ­fell­ing­ar réðu lög­um og lof­um frá upp­hafi til enda leiks­ins í kvöld og voru m.a. með 27 stiga for­skot í hálfleik, 57:30. Fyrr á keppn­is­tíma­bil­inu vann Snæ­fellsliðið bik­ar­keppn­ina og er því hand­hafi beggja stóru titl­ana í körfuknatt­leik að lok­inni þess­ari leiktíð.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Töl­fræðin á KKÍ.

At­kvæðamest­ir: 

Kefla­vík: Urele Ig­ba­v­boa 23 stig og 6 frá­köst, Sverr­ir Sverris­son 10. 

Snæ­fell: Hlyn­ur Bær­ings­son 21 stig og 15 frá­köst,  Mart­ins Berk­is 18.

40. mín: LEIK LOKIÐ. Snæ­fell sigraði 105:69 og var yfir all­an leik­inn og tryggði sér tvö­fald­an sig­ur. 

38. mín: Staðan er 66:100 fyr­ir Snæ­fell. Hlyn­ur Bær­ings­son var að rjúfa 100 stiga múr­inn fyr­ir Snæ­fell. Hlyn­ur hef­ur skorað 21 stig og tekið 15 frá­köst. 

35. mín: Staðan er 60:91 fyr­ir Snæ­fell. Meira en þrjá­tíu stiga mun­ur á liðunum og helsta körfu­bolta­stór­veldi lands­ins er niður­lægt í úr­slita­leik og það á sín­um eig­in heima­velli. 

32. mín: Staðan er 56:82 fyr­ir Snæ­fell. Þótt ótrú­lega kunni að hljóma þá tekst Hólmur­um al­ger­lega að halda Kefl­vík­ing­um í skefj­um og mun­ur­inn er enn að aukast.  Besti leikmaður Kefl­vík­inga er lík­lega þul­ur­inn í hús­inu sem held­ur áfram að halda stuðnings­mönn­un­um á tán­um.

30. mín: Staðan er 54:77 fyr­ir Snæ­fell þegar aðeins síðasti leik­hlut­inn er eft­ir. Hreint ótrú­leg staða og Hólm­ar­ar eru að gera al­vöru at­lögu að sín­um fyrsta Íslands­meist­ara­titli en liðið er þegar orðið bikar­meist­ari árið 2010.

27. mín: Staðan er 49:68 fyr­ir Snæ­fell. Hólm­ar­ar halda Kefl­vík­ing­um í hæfi­legri fjar­lægð og Kefl­vík­ing­ar hafa ekki ennþá gert al­menni­legt áhlaup. Holn­ing­in á liðinu er ein­hvern veg­inn þannig að þeir eru ekki lík­leg­ir til þess. Það virðist vanta ein­hvern neista í leik­menn Kefla­vík­ur. 

24. mín: Staðan er 43:64 fyr­ir Snæ­fell. Hörður Axel Vil­hjálms­son var að skora fyrstu þriggja stiga körfu Kefl­vík­inga í leikn­um. Öðru­vísi mér áður brá.

23. mín: Staðan er 40:62 fyr­ir Snæ­fell. Þau tíðindi voru að ger­ast að Nick Bra­dford var að skora sín fyrstu stig í leikn­um. 

21. mín: Síðari hálfleik­ur er byrjaður.

20. mín: Staðan er 30:56 fyr­ir Snæ­fell að fyrri hálfleik lokn­um. Ótrú­leg­ir yf­ir­burðir Hólm­ara og þeir eru komn­ir með aðra hönd­ina á Íslands­bik­ar­inn. Menn skyldu þó ekki af­skrifa Kefl­vík­inga á körfu­bolta­vell­in­um en það yrði vissu­lega saga til næsta bæj­ar ef þeim tæk­ist að vinna upp 26 stiga for­skot í síðari hálfleik í odda­leik. Ekk­ert bend­ir til þess miðað við leik þeirra í fyrri hálfleik þar sem þeir hittu til að mynda úr engu sjö þriggja stiga skota sinna. Snæ­fell hitti hins veg­ar úr níu af sautján. Yf­ir­gengi­leg­ar töl­ur. Urele Ig­ba­v­boa er stiga­hæst­ur Kefl­vík­inga með 8 stig en Emil Þór Jó­hanns­son hjá Snæ­felli með 14 stig og Mart­ins Berk­is er með 11. 

18. mín: Staðan er 30:51 fyr­ir Snæ­fell. Það er ekki of­mælt að segja að út­litið sé gott hjá Snæ­felli. Tveir af helstu sókn­ar­mönn­um Kefl­vík­inga, Bra­dford og Hörður Axel Vil­hjálms­son hafa skorað sam­an­lagt 2 stig en það eru nán­ast all­ir komn­ir inn í leik­inn hjá Hólmur­um. Emil hef­ur spilað sér­stak­lega vel og hef­ur skorað 12 stig.

15. mín: Staðan er 28:44 fyr­ir Snæ­fell. Þessi leik­ur er far­inn að minna ansi mikið á þriðja leik­inn hér í Kefla­vík þar sem Snæ­fell náði sér í gott for­skot strax í fyrri hálfleik. Þá tókst þeim að hanga á for­skot­inu og tryggja sér sig­ur­inn en hvað ger­ist í kvöld?

12. mín: Staðan er 24:40 fyr­ir Snæ­fell og Ingi Þór Steinþórs­son þjálf­ari Snæ­fells tek­ur leik­hlé. Eins og í síðasta leik þá hef­ur leik­ur Kefl­vík­inga batnað við það að fá Sverri Þór Sverris­son inn af vara­manna­bekkn­um. Kefl­vík­ing­ar byrja ágæt­lega í öðrum leik­hluta og það virðist vera meiri kraft­ur í varn­ar­leikn­um.

10. mín: Staðan er 19:37 fyr­ir Snæ­fell að lokn­um fyrsta leik­hluta. Ótrú­leg skot­sýn­ing hjá Snæ­felli eins og svo oft áður í úr­slita­keppn­inni.  Þeir hafa sett niður sex þriggja stiga skot í tíu til­raun­um. Geri aðrir bet­ur, sér­stak­lega þegar allt er und­ir eins og í þess­um leik. Hvernig bregðast Kefl­vík­ing­ar við þessu?

9. mín: Staðan er 16:34 fyr­ir Snæ­fell þegar um ein og hálf mín­úta er eft­ir af fyrsta leik­hluta.  Nick Bra­dford er ekki kom­inn á blað hjá Kefla­vík og er tek­inn út af. 

6. mín: Staðan er 9:30 fyr­ir Snæ­fell. Hólm­ar­ar hitta öllu og eru bún­ir að setja niður fimm þriggja stiga körf­ur nú þegar. Kefl­vík­ing­ar spila vörn­ina mjög framar­lega og gest­un­um tekst auðveld­lega að opna hana.

4. mín: Staðan er 5:20 fyr­ir Snæ­fell. Það er eng­inn mis­kunn hjá Magnúsi og  Jeb Ivey var að setja niður þriggja stiga körfu og hafa Hólm­ar­ar gert þrjár slík­ar. Gunn­ar Ein­ars hef­ur skorað öll stig heima­manna.

3. mín: Staðan er 2:12 fyr­ir Snæ­fell sem byrj­ar leik­inn af því­lík­um krafti. Mart­ins Berk­is er bú­inn að skora 5 stig í röð og Kefl­vík­ing­ar vita varla hvaðan á sig stend­ur veðrið.

1. mín: Staðan er 0:3 fyr­ir Snæ­fell. Emil Þór Jó­hanns­son setti niður þriggja stiga skot í fyrstu sókn gest­anna.

Þessi lið mætt­ust einnig í úr­slit­um árið 2008 og þá sigraði Kefla­vík 3:0. Níu leik­menn liðanna tóku þátt í þeirri rimmu. Gunn­ar Ein­ars­son, Jón Nor­dal Haf­steins­son, Þröst­ur Leó Jó­hanns­son og Sig­urður Þor­steins­son hjá Kefla­vík. Hlyn­ur Bær­ings­son, Jón Ólaf­ur Jóns­son, Arn­ar Davíðsson, Sig­urður Þor­valds­son og Gunn­laug­ur Smára­son hjá Snæ­felli. 

Stemn­ing­in er með besta móti í íþrótta­hús­inu í Kefla­vík sem á tylli­dög­um er kallað „slát­ur­húsið.“ Komið hef­ur verið fyr­ir bráðabirgðastæðum fyr­ir aft­an báðar körf­urn­ar til þess að koma fleiri áhorf­end­um fyr­ir. Gera má ráð fyr­ir því að um 1300 manns séu í hús­inu.

Ung­ur körfu­bolta­stelp­ur úr Kefla­vík eru nú kallaðar fram á gólfið og hyllt­ar fyr­ir Íslands­meist­ara­titla í yngri flokk­um. 

Sig­mund­ur Már Her­berts­son og Rögn­vald­ur Hreiðars­son ann­ast dómgæslu eins og í síðasta leik liðanna.  Mikið mun mæða á þeim fé­lög­um og von­andi tekst þeim vel upp.

Bæði liðin tefla fram öll­um sín­um leik­mönn­um í þess­ari loka­orr­ustu en þó eru nokkr­ir laskaðir í báðum her­deild­um. Jón Nor­dal Haf­steins­son hjá Kefla­vík, Sig­urður Þor­valds­son og Emil Þór Jó­hanns­son Snæ­felli fengu all­ir höfuðáverka í síðasta leik en láta slíkt varla aftra sér á úr­slita­stundu. 

Sigurður Þorvaldsson leikmaður Snæfells og Hörður Axel Vilhjálmsson úr liði …
Sig­urður Þor­valds­son leikmaður Snæ­fells og Hörður Axel Vil­hjálms­son úr liði Kefla­vík­ur. mbl.is/​hag
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert