Hlynur Bæringsson á förum frá Snæfelli

Hlynur fagnar í örmum félaga sinna eftir að sigurinn var …
Hlynur fagnar í örmum félaga sinna eftir að sigurinn var í höfn. hag / Haraldur Guðjónsson

Hlynur Bæringsson fyrirliði Íslands - og bikarmeistaraliðs Snæfells hefur samið við sænska körfuknattleiksliðið Sundsvall Dragons og verður hann liðsfélagi Jakobs Sigurðarsonar á næstu leiktíð. Frá þessu er greint á vefnum karfan.is.

Hlynur var valinn besti leikmaður úrvalsdeildar karla á lokahófi KKÍ á laugardag, og að auki var hann valinn besti varnarmaðurinn og að sjálfsögðu var miðherjinn í úrvalsliði deildarinnar. Samningur Hlyns er til tveggja ára með endurskoðunarákvæði eftir eitt ár. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert