Lakers vann Phoenix öðru sinni

Pau Gasol skorar fyrir Lakers í leiknum í nótt.
Pau Gasol skorar fyrir Lakers í leiknum í nótt. Reuters

Los Angeles Lakers komst í nótt í 2:0 í einvíginu við Phoenix Suns í úrslitum Vesturdeildar NBA í körfuknattleik með því að vinna aftur á heimavelli sínum, nú 124:112.

Staðan var jöfn, 90:90, í lok þriðja leikhluta en þá tóku leikmenn Lakers völdin og völtuðu yfir Phoenixmenn á lokakaflanum. Kobe Bryant var nú í því að leggja upp fyrir félaga sína og átti 13 stoðsendingar, met hjá honum í úrslitakeppni og hann er fyrsti leikmaður Lakers í 14 ár til að ná þeirri tölu. Magic Johnson var að sjálfsögðu síðastur á undan honum árið 1996.

Pau Gasol skoraði 29 stig fyrir Lakers og Bryant 21. Lamar Odom gerði 17 stig og tók 11 fráköst, Ron Artest skoraði 18 stig og Andrew Bynum 13.

„Við höfum nóg af mönnum til að skora og gerðum nóg, en við verðum einhvern veginn að koma Lakers niður í 105 stig. Einhvern veginn," sagði Grant Hill sem skoraði 23 stig fyrir Phoenix, en Lakers skoraði 128 stig í fyrsta leiknum á mánudagskvöldið.

Liðin fara nú til Phoenix og mætast þar aðfaranótt mánudags.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert