Orlando tók Boston í karphúsið

Vince Carter hjá Orlando svífur framhjá Kevin Garnett hjá Boston …
Vince Carter hjá Orlando svífur framhjá Kevin Garnett hjá Boston í leiknum í nótt. Reuters

Einvígi Orlando Magic og Boston Celtics í úrslitum Austurdeildar NBA í körfuknattleik hefur tekið nýja stefnu. Orlando vann í nótt stórsigur, 113:92, á sínum heimavelli og hefur þar með minnkað muninn í 3:2 eftir að Boston vann þrjá fyrstu leikina.

„Við trúum því að við getum unnið þetta einvígi. Við verðum að vera lítillátir áfram og minnast þess hvernig við unnum þesssa tvo síðustu leiki. Nú tel ég að pressan sé á Boston en þeir eru með geysilega reynda menn og frábæran þjálfara," sagði Jameer Nelson við fréttamenn en hann skoraði 24 stig fyrir Orlando.

Dwight Howard skoraði 21 stig fyrir liðið og tók 10 fráköst, auk þess sem hann varði 5 skot frá leikmönnum Boston.

Kendrick Perkins var rekinn af velli í fyrri hálfleik og fékk sitt sjöunda tæknivíti í úrslitakeppninni, sem þýðir væntanlega leikbann í næsta leik liðanna. Rasheed Wallace var atkvæðamestur hjá Boston með 21 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert