Boston jafnaði metin gegn Lakers

Paul Pierce og Rasheed Wallace fagna á lokakaflanum í leiknum …
Paul Pierce og Rasheed Wallace fagna á lokakaflanum í leiknum í nótt. Reuters

Boston Celtics lagði LA Lakers, 96:89, í fjórða úrslitaleik liðanna um NBA-titilinn í körfuknattleik í Boston í nótt og þar með er staðan orðin jöfn, 2:2.

Varamenn Boston fóru á kostum í fjórða leikhluta þar sem þeir skoruðu 21 stig og héldu liði Lakers algjörlega í skefjum. Nate Robinson, Glen Davis, Tony Allen og Rasheed Wallace léku hver öðrum betur og Doc Rivers þjálfari setti lykilmennina ekki aftur inná fyrr en innan við þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Þá var munurinn 12 stig og Lakers átti aldrei möguleika á að snúa blaðinu við.

Paul Pierce skoraði 19 stig fyrir Boston, Davis 18 og Kevin Garnett 13. Kobe Bryant skoraði 33 stig fyrir Lakers og Pau Gasol 21.

Liðin mætast í fimmta skipti í Boston aðfaranótt mánudags.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert