Stoudemire samdi við New York Knicks

Amar'e Stoudemire.
Amar'e Stoudemire. AP

Margir af þekktustu leikmönnum NBA deildarinnar í körfuknattleik eru með lausa samninga við sín félög og þar má nefna LeBron James hjá Cleveland Cavaliers og Dwayne Wade hjá Miami Heat. Mikil spenna ríkir í Bandaríkjunum varðandi þessa tvo leikmenn en New York Knicks gaf tóninn í kvöld þegar liðið samdi við einn sterkasta framherja deildarinnar.

New York Knicks og framherjinn Amar'e Stoudemire komust að samkomulagi í kvöld samkvæmt frétt CNN. Stoudemire, er 28 ára gamall, og hannn hefur leikið með Phoenix Suns frá því hann var valinn í háskólavalinu af Phoenix árið 2002. Talið er að Stoudemire fái um 12 milljarða kr. fyrir samninginn sem er til fimm ára.  Mike D'Antoni þjálfari New York Knicks þekkir vel til leikmannsins en Stoudemirelék undir hans stjórn hjá Phoenix.

Þýski landsliðsmaðurinn Dirk Nowitzki hefur samið á ný við Dallas Mavericks til fjögurra ára en hann hefur leikið með liðinu undanfarin 12 ár.

Umboðsmaður Joe Johnson skrifaði á bloggsíðu að leikmaðurinn yrði áfram í herbúðum Atlanta Hawks. Johnson, sem er einn besti skotbakvörður deildarinnar, fær um 15 milljarða kr. fyrir sex ára samning.

Byron Scott, fyrrum leikmaður LA Lakers, hefur verið ráðinn þjálfari Cleveland Cavaliers. Scott þjálfaði New Orleans Hornets 2004-2009 en þar áður var hann þjálfari New Jersey Nets, 2000-2004.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert